Financial Times

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsíða Financial Times mánudaginn 13. febrúar árið 1888.

Financial Times (FT) er breskt dagblað um alþjóðleg viðskipti. Það kemur út í London á hverjum morgni og er prentað á 24 stöðum. Aðalkeppinautur dagblaðsins er Wall Street Journal, bandarískt dagblað með höfuðstöðvar í New York.

James Sheridan stofnaði Financial Times ásamt bróður sínum árið 1888. Það keppti við fjögur önnur viðskiptadagblöð og keypti síðasta keppinaut sinn, Financial News, (stofnað árið 1884) árið 1945. FT sérhæfir sig í viðskipta- og fjármálafréttum með sjálfstæðu ritstjórnarviðhorfi. Blaðið er prentað á stórum bleikum pappír. Það er eina dagblaðið á Bretlandi sem segir daglega frá Kauphöllinni í London og heimsmarkaði.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

teikning af dagblaði  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.