Fara í innihald

Grýtubakkahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 7. júní 2021 kl. 11:05 eftir Bjarki S (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júní 2021 kl. 11:05 eftir Bjarki S (spjall | framlög) (svg kort)
Grýtubakkahreppur
Staðsetning
Staðsetning
LandÍsland
KjördæmiNorðausturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarGrenivík (íb. 291)
Stjórnarfar
 • SveitarstjóriÞröstur Friðfinnsson
Flatarmál
 • Samtals431 km2
 • Sæti36. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals396
 • Sæti52. sæti
 • Þéttleiki0,92/km2
Póstnúmer
601, 610
Sveitarfélagsnúmer6602
Vefsíðahttp://www.grenivik.is

Grýtubakkahreppur er sveitarfélag við austanverðan Eyjafjörð. Það nær frá Víkurskarði norður alla Látraströnd en byggð er mest í kringum Höfða og þar er sjávarþorpið Grenivík. Yfir Grenivík gnæfir fjallið Kaldbakur.

Grýtubakkahreppur tilheyrir Suður-Þingeyjarsýslu fremur en Eyjafjarðarsýslu samkvæmt hefðbundinni sýsluskiptingu landsins. Í kosningum um sameiningu sveitarfélaga sem fram fóru 8. október 2005 höfnuðu íbúar hreppsins tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð með miklum meirihluta, einungis 2 voru samþykkir tillögunni af þeim 256 sem greiddu atkvæði.