Þengilhöfði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Þengilhöfði fjær Grenivík.

Þengilhöfði, einnig kallaður Höfði, er um 260 metra fjall suður af þorpinu Grenivík við austanverðan Eyjafjörð. Uppi á honum er ríkulegt fuglalíf og mikið af fjalldrapa. Í hlíðum hans norðanverðum er skógrækt. Fjallið er nefnt eftir Þengli mjögsiglanda, landnámsmanni.