Fara í innihald

Forsetakjör á Íslandi 2012

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Híbýli forseta Íslands eru á Bessastöðum.

Forsetakjör á Íslandi 2012 fór fram laugardaginn 30. júní 2012.[1] Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, sigraði með með 52,78% fylgi.[2] Hann er fyrsti forseti Íslands sem hefur setið lengur en fjögur kjörtímabil. Þetta var fyrsta forsetakjörið eftir bankahrunið á Íslandi haustið 2008. Í forsetakjörinu 2008 var Ólafur sjálfkjörinn í embættið þar sem enginn annar bauð sig fram.

Aldrei höfðu fleiri forsetaframbjóðendur boðið sig fram. Í forsetakjörinu 1980 og 1996 buðu fjórir sig fram en nú buðu fram sex einstaklingar, þrír karlmenn og þrjár konur: Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason, Herdís Þorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir.

Frambjóðendur

[breyta | breyta frumkóða]

Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, tilkynnti um framboð sitt 4. mars 2012.[3] Samkvæmt könnun sem hópurinn „Betri valkost á Bessastaði“ lét gera í mars vildu nærri tveir af hverjum þremur fá nýjan forseta.[4] Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í lögfræði, lýsti yfir framboði 2. apríl 2012.[5] Hannes Bjarnason lýsti einnig yfir framboði þann 29. mars 2012.[6] Eftir að hafa tekið sér umhugsunarfrest lýsti fjölmiðlakonan Þóra Arnórsdóttir því yfir að hún hygðist bjóða sig fram.[7][8] Ari Trausti Guðmundsson lýsti yfir framboði í apríl.[9] Andrea Jóhanna Ólafsdóttir tilkynnti um forsetaframboð sitt þann 1. maí, á degi verkalýðsins.

Ólafur Ragnar Grímsson

[breyta | breyta frumkóða]

DV fjallaði um hlut Ólafs Ragnars Grímsonar í „útrásinni“ íslensku, svokölluðu, í aðdraganda hrunsins.[10] Ólafur mætti í útvarpsviðtal í Sprengisandi á Bylgjunni 14. maí þar sem hann gagnrýndi fréttaflutning DV, fréttaflutning Svavars Halldórssonar, eiginmanns Þóru, um forsetakosningarnar og nefndi væntanlegar breytingar á kvótakerfinu sem gott dæmi um málefni sem vísa ætti í þjóðaratkvæðagreiðslu.[11] Strax eftir viðtalið opnaði Ólafur kosningamiðstöð sína á Laugavegi og þangað komu blaðamenn DV. Blaðamenn DV vildu skýringar á ásökunum sem Ólafur hafði sett fram, úr urðu nokkrar deilur.[12]

Þóra Arnórsdóttir

[breyta | breyta frumkóða]

Í umræðu í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna var nokkuð fjallað um þá staðreynd að Þóra Arnórsdóttir hefði átt von á barni rétt fyrir kosningar eða 8. maí.[13]

Mögulegir frambjóðendur

[breyta | breyta frumkóða]

Ástþór Magnússon tilkynnti framboð sitt í þriðja sinn[14] en 1. júní var það dæmt ógilt að mati innanríkisráðuneytisins.[15] Elín Hirst, fjölmiðlakona, íhugaði framboð en staðfesti síðar að hún hygðist ekki bjóða sig fram.[16] Stefán Jón Hafstein ýjaði að framboði.[17] Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagðist vera að íhuga framboð mjög alvarlega.[18] Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands íhugaði einnig framboð en gaf út yfirlýsingu um að hún færi ekki fram.[19] S. Valentínus Vagnsson, maður sem sprengdi sprengju við Stjórnarráð Íslands í janúar 2012 í mótmælaskyni, sagði í blaðaviðtali að hann hygðist tilkynna um framboð sitt.[20] Jón Lárusson lögreglumaður lýsti yfir því yfir í janúar að hann ætlaði að bjóða sig fram [21] en tilkynnti 15. maí að hann drægi framboð sitt til baka þar sem hann náði ekki að safna þeim undirskriftum sem til þarf.[22]

Skoðanakannanir

[breyta | breyta frumkóða]
Nafn 11.-12. apríl[23] 26. apríl[24] 14.-20. júní[25] 28. júní[26]
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir - - 1,6% 2,5%
Ari Trausti Guðmundsson - 11,5% 10,5% 9,3%
Ástþór Magnússon 1,5% 0,8% - -
Hannes Bjarnason 0,4% 0,3% 0,8% 0,5%
Herdís Þorgeirsdóttir 2,9% 3% 5,3% 3,4%
Jón Lárusson 1,2% 0,6% - -
Ólafur Ragnar Grímsson 46% 34,8% 44,8% 50,8%
Þóra Arnórsdóttir 46,5% 49% 37,0% 33,6%

Fyrstu skoðanakannanirnar sem framkvæmdar voru um fylgi forsetaframbjóðendanna gáfu til kynna að Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson fengju mest fylgi. Ari Trausti Guðmundsson fékk einnig nokkuð fylgi.[24]

FrambjóðandiAtkvæði%
Ólafur Ragnar Grímsson84.03652,78
Þóra Arnórsdóttir52.79533,16
Ari Trausti Guðmundsson13.7648,65
Herdís Þorgeirsdóttir4.1892,63
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir2.8671,80
Hannes Bjarnason1.5560,98
Samtals159.207100,00
Gild atkvæði159.20797,52
Ógild atkvæði5300,32
Auð atkvæði3.5142,15
Heildarfjöldi atkvæða163.251100,00
Kjósendur á kjörskrá235.74369,25
Heimild: Hagstofa Íslands


Fyrir:
2008
Forsetakjör á Íslandi Eftir:
2016

Tilvitnanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Auglýsing um framboð og kjör forseta Íslands, Forsætisráðuneytið 20. mars 2012
  2. Lokatölur yfir landið: Ólafur 52,78%, Visir.is. Skoðað 2. júlí 2012
  3. Ólafur Ragnar vill vera forseti áfram Geymt 6 mars 2012 í Wayback Machine, 4. mars 2012
  4. Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta, Vísir.is 24. mars 2012
  5. „Herdís Þorgeirsdóttir er skapstór baráttukona“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 apríl 2012. Sótt 2 apríl 2012.
  6. „Hannes vill verða forseti: Vill skapa betra samfélag“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2012. Sótt 2 apríl 2012.
  7. Þóra Arnórs íhugar forsetaframboð
  8. Yfirlýsing frá Þóru Arnórsdóttur um framboð til forseta Íslands
  9. Ari Trausti íhugar forsetaframboð; Ari Trausti ætlar í framboð
  10. „„Var embætti forseta Íslands misnotað í þágu útrásarinnar?". Afrit af upprunalegu geymt þann 17 apríl 2012. Sótt 16 apríl 2012.
  11. Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson á Sprengisandi[óvirkur tengill]
  12. Ólafur Ragnar í ham: „Ertu komin til að koma í deilur?“ Geymt 16 júní 2012 í Wayback Machine; Ólafur tekur blaðamann DV á beinið – „Ef þú sérð það ekki sjálf þá get ég ekki læknað þig“ Geymt 24 júní 2016 í Wayback Machine
  13. Ekkert óeðlilegt að fæða barn í kosningabaráttu Geymt 7 apríl 2012 í Wayback Machine; Forsetaframboð. Börn. Ólétt.
  14. Framboð til forseta í þriðja sinn
  15. Forsetaframboð Ástþórs ógilt, mbl.is 1. júní 2012
  16. Elín Hirst horfir til Bessastaða; Elín Hirst gefur ekki kost á sér
  17. Stefán Jón: Auðvitað vil ég gera gagn
  18. Salvör íhugar forsetaframboð
  19. Kristín íhugar framboð; Kristín ekki í forsetaframboð
  20. „Sprengjumaður vill verða forseti“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 apríl 2012. Sótt 27 apríl 2012.
  21. Jón Lárusson í forsetaframboð, 9. janúar 2012
  22. Jón dregur framboðið til baka
  23. 22 prósent óákveðin – Þóra og Ólafur jöfn
  24. 24,0 24,1 Þóra mælist með mest fylgi; Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 26. apríl 2012
  25. Þjóðarpúlsinn. Forsetaframboð. Sótt 27. júní 2012
  26. „Ólafur Ragnar með 50,8%“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30 júní 2012. Sótt 30 júní 2012.