Fara í innihald

Forsetakjör á Íslandi 2020

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Niðurstöður eftir kjördæmum

Forsetakjör á Íslandi 2020 fór fram 27. júní 2020. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu 1. janúar 2020 að hann myndi sækjast eftir endurkjöri.[1]

Tveir frambjóðendur, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Franklín Jónsson hótelstjóri og fyrrverandi verðbréfasali skiluðu meðmælalistum í öllum kjördæmum.[2]

Guðni var sigurvegari í forsetakjörinu og hlaut hann 89,4% greiddra atvæða. Kjörsókn var tæp 66,9%.

Framkvæmd forsetakjörsins

[breyta | breyta frumkóða]

Sú nýbreytni var tekin upp við framkvæmd forsetakjörs að söfnun undirskrifta frá meðmælendum mátti fara fram með rafrænum hætti vegna heimsfaraldurs COVID-19.[3]

Þann 26. júní, degi fyrir kosningu, var tilkynnt að kjósendur í sóttkví vegna COVID19 gætu ekki kosið[4]. Þeirri ákvörðun var mótmælt víða[5] og úr varð að fólk í sóttkví gat kosið í gegnum bílrúðu á bílaplani hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.[6].

Á kjördag komu fram ábendingar um að betur hefði mátt standa að framsetningu kjörseðils og töldu sumir að kassar til að setja kross, framan við nöfn frambjóðenda hefðu auðveldað nýjum kjósendum að setja merki á réttan stað. Óvíst er hversu mikil áhrif þessi framsetning hafði á fjölda ógildra atkvæða.

Frambjóðendur

[breyta | breyta frumkóða]

Skiluðu ekki meðmælalistum

[breyta | breyta frumkóða]
  • Axel Pétur Axelsson, hlaðvarpsstjórnandi ákvað að bjóða sig fram í byrjun apríl.[8] Skilaði ekki meðmælalista.
  • Arngrímur Friðrik Pálsson, maí: Búfræðingur [9] Skilaði ekki meðmælalista.
  • Kristján Örn Elíasson, maí: Markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hætti við.
  • Magnús Ingberg Jónsson, maí: Verktaki og fiskeldisfræðingur. Hætti við.

Skoðanakannanir

[breyta | breyta frumkóða]
Dags. Könnun GThJ GFJ Athugasemdir
03-06-2020 Þjóðarpúls Gallup[10] 90,4% 9,6% Úrtak: 1108 Svarhlutfall: 55%
11-06-2020 Maskína/Stöð 2[11] 92,4% 7,6%
20-06-2020 Zenter/Fréttablaðið[12] 92,1% 7,9% Úrtak: 2500 Svarhlutfall: 50,5%
24-06-2020 Þjóðarpúls Gallup[13] 93,5% 6,5% Úrtak: 1589 Svarhlutfall: 51,7%

Í undanfara kosninganna stóðu ýmsir fjölmiðlar fyrir netkönnunum með sjálfvöldu úrtaki en þær eru ekki áreiðanlegar þar sem ekki er unnt að yfirfæra niðurstöður á alla kjósendur. Stuðningur við Guðmund Franklín var gjarnan mun meiri í netkönnunum með sjálfvöldu úrtaki en þeim skoðanakönnunum sem unnar voru með viðurkenndum vísindalegum aðferðum. Sem dæmi tilgreindu yfir 75% þátttakenda í slíkri könnun á Útvarpi Sögu að þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson[14].

Niðurstöður

[breyta | breyta frumkóða]
FrambjóðandiAtkvæði%
Guðni Th. Jóhannesson150.91392,18
Guðmundur Franklín Jónsson12.7977,82
Samtals163.710100,00
Gild atkvæði163.71096,97
Ógild atkvæði1.0680,63
Auð atkvæði4.0432,39
Heildarfjöldi atkvæða168.821100,00
Kjósendur á kjörskrá252.15266,95
Heimild: Hagstofa Íslands


Fyrir:
2016
Forsetakjör á Íslandi Eftir:
2024

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Ruv.is - Guðni gefur kost á sér til endurkjörs
  2. Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Vísir, skoðað 23. maí 2020.
  3. „Rafræn skráning meðmælenda fyrir forsetakosningar opnuð“. www.stjornarradid.is. Sótt 4. maí 2020.
  4. „Fá ekki að kjósa í sóttkví“. RÚV (enska). 26. júní 2020. Sótt 28. júní 2020.
  5. „„Þetta má ekki endurtaka sig". www.mbl.is. Sótt 28. júní 2020.
  6. „Fólk í sóttkví fær að kjósa gegnum bílrúðu“. RÚV (enska). 27. júní 2020. Sótt 28. júní 2020.
  7. Guðmundur Franklín Jónsson býður sig fram til forsetaVísir, skoðað 23. apríl, 2020
  8. Axel Pétur í forsetaframboð... Geymt 28 nóvember 2020 í Wayback MachineFréttablaðið, skoðað 23. apríl 2020.
  9. Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við GuðnaVísir, skoðað 15. maí 2020
  10. 90% styðja Guðna Th. Jóhannesson - RÚV, 3. júní 2020
  11. Guð­mundur Frank­lín sækir fylgi til Mið­flokksins, eldra fólks og karla - Vísir.is, 12. júní 2020
  12. Mikill meirihluti ætlar á kjörstað Geymt 23 september 2020 í Wayback Machine - Fréttablaðið, 20. júní 2020
  13. Rúmlega 93% segjast ætla að kjósa Guðna - Gallup, 24. júní 2020
  14. Kr, Jóhann (26. júní 2020). „Könnun: Flestir ætla að kjósa Guðmund Franklín“. Útvarp Saga. Sótt 28. júní 2020.