Herdís Þorgeirsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Herdís Þorgeirsdóttir

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir (f. 18. febrúar 1954) er íslenskur lögmaður. Hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 2012. Herdís lauk doktorsprófi í lögum frá lagadeild Lundarháskóla 2003. Hún er einnig stjórnmálafræðingur með framhaldsmenntun í alþjóðalögum og stjórnmálum frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston. Herdís var forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (2009-2013); í stjórn Evrópsku lagaakademíunnar (ERA) í Trier 2012-2016 og fyrsti prófessorinn við lagadeild Háskólans á Bifröst. Herdís hefur frá 2003 starfað í teymi lögfræðinga á sviði vinnuréttar og jafnréttis á grundvelli EES samningsins og Esb.réttar. Hún hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður 2011 og rekur lögmannsþjónustu og ráðgjöf í Reykjavík.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.