Fara í innihald

Kristín Ingólfsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Ingólfsdóttir (f. 14. febrúar 1954) er fyrrum rektor Háskóla Íslands og prófessor í lyfjafræði. Hún tók við stöðu rektors árið 2005 af Páli Skúlasyni og gengdi því embætti í 10 ár til ársins 2015. Kristín var fyrsta konan til að gegna embætti háskólarektors í 100 ára sögu skólans. Hún starfaði áður sem prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Foreldrar Kristínar eru Ingólfur Þ. Steinsson og Sólveig Pálmadóttir. Eiginmaður Kristínar er Einar Sigurðsson fyrrum framkvæmdastjóri hjá Íslenska útvarpsfélaginu og Flugleiðum og fyrrum forstjóri Árvakurs, Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu. Þau eiga þau tvær dætur, Hildi og Sólveigu Ástu, sem báðar eru rafmagnsverkfræðingar.[1]

Kristín lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1974, stundaði nám í efnafræði og frönsku í Frakklandi og lauk BS gráðu í lyfjafræði við Háskóla Íslands árið 1978. Kristín lagði stund á nám og rannsóknir við lyfjafræðideild King's College, í London og lauk þaðan doktorsprófi (PhD) 1983.[2] Rannsóknir Kristínar hafa einkum beinst að lyfjaefnafræðilegri greiningu á efnum í íslenskum plöntum og sjávarlífverum sem hafa bólgueyðandi, veiruhemjandi, bakteríuhemjandi og ónæmisörvandi virkni sem og efnum sem hemja vöxt illkynja frumna.[3][4][5][6][7][8]

Kristín starfaði sem vísindamaður og kennari við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands áður en hún tók við starfi rektors. Eftir 10 ára starf sem rektor var Kristín gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology í Boston, með aðsetur hjá Center for Digital Learning, edX og MIT Media Lab[9].

Árið 2019 var hún skipuð formaður stjórnar Leifur Eiriksson Foundation af Seðlabanka Íslands og University of Virginia[10]. Sama ár var hún skipuð varaforseti stjórnar Háskólans í Lúxemborg[11].  Kristín er formaður ráðgjafarnefndar Landspítala[12] og situr í stjórn tveggja íslenskra sprotafyrirtækja, Atmonia og Akthelia.  Hún situr í alþjóðlegri vísindanefnd við háskólann í Grenoble í Frakklandi[13], er í stjórn Samtaka evrópskra kvenrektora (European Women Rectors´ Association, EWORA)[14] og er fulltrúi Íslands í Committee of the Nordic Medical Research Councils (NOS-M)[15]. Frá 2011-2015 var Kristín kjörin stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA). Áður sat hún í stjórn Rannsóknarráðs Íslands,  Nordisk Forskerutdannings Akademi (NorFA, nú NordForsk) og vísindanefndar Krabbameinsfélags Íslands. Kristín átti um árabil sæti í Lyfjanefnd ríkisins og Lyfjanefnd Lyfjastofnunar og tók þátt í starfi evrópsku lyfjamálastofnunarinnar (EMA)[14].

Kristín var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007 fyrir framlag til menntunar og rannsókna.[16] Hún var sæmd Mykolas Romeris verðlaununum af Mykolas Romeris háskólanum í Vilnius í Litháen árið 2006.[17]

Kennsla Kristínar í lyfjafræði hefur snúist um notkun náttúrulegra efna (úr plöntum, örverum og dýrum) og smíðaðra afbrigða þeirra sem lyfseðilsskyld lyf og tæknileg hjálparefni í lyfjaframleiðslu[18].  Kristín hefur flutt fjölda erinda innanlands og utan um lyfjafræðileg málefni, gildi vísinda og nýsköpunar fyrir samfélagið, hlutverk háskóla á tímum efnahagsþrenginga, jafnréttismál, stjórnun á krefjandi tímum, ofl. Þá hefur hún flutt erindi og skrifað um menntun og tækni og nauðsyn þess að skólakerfið taki mið af nýjum þörfum atvinnulífs, samfélags og einstaklinga[19][20].


Kristín er skógræktarbóndi á Lundi í Þverárhlíð (Borgarbyggð) í frístundum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. „Krefjandi starf framundan“, Morgunblaðið, 20. mars 2005, (skoðað 13. júní 2019)
 2. „Kristín Ingólfsdóttir - Prófessor | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 23. ágúst 2019.
 3. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Ingólfsdóttir rannsakað?“. Vísindavefurinn. Sótt 21. ágúst 2019.
 4. Ingolfsdottir K, Breu W, Huneck S, Gudjonsdottir GA, Wagner H. In vitro inhibition of 5-lipoxygenase by protolichesterinic acid from Cetraria islandica. Phytomedicine 1, 187 (1994).
 5. Gissurarson SR, Sigurðsson SB, Wagner H, Ingolfsdottir K. Effect of lobaric acid on cysteinyl-leukotriene formation and contractile activity of guinea-pig taenia coli. Journal of Pharmacology and Experimental Therapeutics 280(2), 770 (1997).
 6. Ingolfsdóttir K, Hjalmarsdottir MÁ, Guðjonsdottir GA, Brynjolfsdottir A, Sigurðsson A, Steingrimsson Ó. In vitro susceptibility of  Helicobacter pylori to protolichesterinic acid from Cetraria islandica. Antimicrobial Agents and Chemotherapy  41(1), 215 (1997).
 7. Ingolfsdottir K, Gudmundsdottir GF, Ögmundsdottir HM, Paulus K, Haraldsdóttir S, Kristinsson H, Bauer R. Effects of tenuiorin and methyl orsellinate from Peltigera leucophlebia on 5-/15-lipoxygenases and proliferation of malignant cell lines in vitro. Phytomedicine  9 (7), 654 (2002).
 8. Ingolfsdottir K. Molecules of interest : Usnic acid. Phytochemistry61(7), 729 (2002).
 9. Kjarninn.is, „Kristín Ingólfsdóttir verður gestaprófessor við MIT“ (skoðað 13. júní 2019)
 10. „Board Of Trustees“. The Leifur Eiríksson Foundation (bandarísk enska). Sótt 21. ágúst 2019.
 11. Luxembourg, Université du. „Composition du conseil de gouvernance“. Université du Luxembourg. Sótt 21. ágúst 2019.
 12. „Kristín Ingólfsdóttir skipuð formaður ráðgjafarnefndar Landspítala“. Landspítali. Sótt 21. ágúst 2019.
 13. Vidron, Noemie. „Univ. Grenoble Alpes - Seconde visite des membres de l'International Scientific Committee de l'IDEX“. Univ. Grenoble Alpes (franska). Afrit af upprunalegu geymt þann 12. ágúst 2019. Sótt 21. ágúst 2019.
 14. 14,0 14,1 „Ewora Women Rectors Association | Kristín Ingólfsdóttir“. www.ewora.org (tyrkneska). Afrit af upprunalegu geymt þann 12. ágúst 2019. Sótt 21. ágúst 2019.
 15. „Members | Nos M“. nos-m.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. ágúst 2019. Sótt 21. ágúst 2019.
 16. „Fjórtán sæmdir fálkaorðunni í dag“. www.mbl.is. Sótt 21. ágúst 2019.
 17. „Prof. Mykolo Romerio premija“. www.mruni.eu. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. ágúst 2019. Sótt 21. ágúst 2019.
 18. Chemical and antimicrobial investigations on Icelandic lichens and mosses. Ph. D. thesis, University of London, 235 pp., 1983.
 19. Ingolfsdottir K. Impact of MOOCs and other forms of online education. Point of View. Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE), 102(11), 1639–1643 (2014). http://ieeexplore.ieee.org/stamp/stamp.jsp?tp=&arnumber=6926925
 20. Ingolfsdottir K. Winds of Change in Higher Education. Trends in Pharmacological Sciences, 37(12), 990-992 (2016). doi: 10.1016/j.tips.2016.09.008.