Forsetakjör á Íslandi 1980
Útlit
Forsetakjör 1980 fór fram þann 29. júní árið 1980. Fjögur voru í framboði þau Albert Guðmundsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Pétur J. Thorsteinsson sendiherra og Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri. Vigdís var fyrsta konan sem gaf kost á sér til embættis forseta Íslands og var jafnframt fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum.
Kosningaúrslit
[breyta | breyta frumkóða]Frambjóðandi | Atkvæði | % |
---|---|---|
Vigdís Finnbogadóttir | 43.611 | 33,79 |
Guðlaugur Þorvaldsson | 41.700 | 32,31 |
Albert Guðmundsson | 25.599 | 19,84 |
Pétur J. Thorsteinsson | 18.139 | 14,06 |
Samtals | 129.049 | 100,00 |
Gild atkvæði | 129.049 | 99,58 |
Ógild atkvæði | 191 | 0,15 |
Auð atkvæði | 355 | 0,27 |
Heildarfjöldi atkvæða | 129.595 | 100,00 |
Kjósendur á kjörskrá | 143.196 | 90,50 |
Heimild: Hagstofa Íslands |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Hagstofa Íslands
- forseti.is Geymt 1 september 2012 í Wayback Machine
Fyrir: 1968 |
Forsetakjör | Eftir: 1988 |