Fara í innihald

Konungsríkið Frakkland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Konungsríkið Frakkland
Royaume de France
Fáni 1643-1791 Skjaldarmerki
Fáni
Fáni 1589-1972, 1815-1848
Kjörorð:
Montjoie Saint Denis! (franska)
Þjóðsöngur:
Marche Henri IV (1590–1792, 1814–1830)

La Parisienne (1830–1848)

Höfuðborg París
Opinbert tungumál Franska, latína
Stjórnarfar

Konungur Húgó Kapet (987–996)
Loðvík Filippus (1830–1848, síðastur)
Forsætisráðherra Charles-Maurice de Talleyrand-Périgord (1815, fyrstur)
François Guizot (1847–1848, síðastur)
Saga
 • Verdun-samningurinn U. þ. b. 10. ágúst 843 
 • Valdataka Kapetinga 3. júlí 987 
 • Hundrað ára stríðið 1337–1453 
 • Frönsku trúarbragðastyrjaldirnar 1562–1598 
 • Franska byltingin 5. maí 1789 
 • Afnám konungdæmisins 21. september 1792 
 • Endurreisn konungdæmisins 6. apríl 1814 
 • Júlíbyltingin 2. ágúst 1830 
 • Júlíkonungdæmið lagt niður 24. febrúar 1848 
Flatarmál
 • Samtals

10.000.000 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (1328)
 • Þéttleiki byggðar

18.000.000
/km²
Gjaldmiðill Frönsk lýra, franskur franki

Konungsríkið Frakkland er nafnið sem almennt er notað um stjórnskipulag Frakklands frá miðöldum fram á 19. öld. Sagnfræðingar miða stofnun franska konungdæmisins við þrjá atburði: Valdatöku Kloðvíks árið 481, skiptingu Karlungaveldisins með Verdun-samningnum árið 843 og valdatöku Húgó Kapet Frakkakonungs árið 987.

Kloðvík konungur Franka tók kaþólska skírn og myndaði þar með bandalag franknesku ríkjanna við kaþólsku kirkjuna. Þetta bandalag var staðfest með krýningu franskra konunga í Reims til ársins 1824, þar sem konungarnir þáðu vald sitt í umboði Guðs. Fyrstu Kapetingarnir forðuðust að krýna syni sína opinberlega sem konunga alls ríkisins því völd þeirra náðu ekki í raun út fyrir Île-de-France. Það var ekki fyrr en á valdatíð Filippusar 2. sem konungar Kapetinga fóru að undirrita opinberar tilskipanir sínar sem konungur alls Frakklands og gátu beitt pólitísku valdi um allt ríkið. Landsvæði Frakklands skiptist í þau lén sem voru undir konungi Vestur-Frankalands við skiptingu Karlungaveldisins árið 843.

Samruni lénsdæmanna leiddi til þess að nauðsynlegt var að stofna konungsstjórn yfir ríkinu. Loðvík 9. lagði mikla áherslu á hlutverk sitt sem dómara og á hans valdatíð var franskt þing stofnað til að vera hæstiréttur ríkisins. Í kjölfar hundrað ára stríðsins setti Karl 7. Frakkakonungur varanlega skatta á ríkið og stofnaði varanlegan her. Richelieu kardínáli, ráðherra Loðvíks 13. og Loðvíks 14., dró úr miðstýringu ríkisins og gaf frönskum héröðum aukna sjálfsstjórn undir aðalsmönnum sem ríktu þar í umboði konungsins.

Völd konungsins í Frakklandi jukust stöðugt en reynt var á vald hans á ýmsum óeirðartímum, borgarastyrjöldum og valdatíðum ólögráða konunga. Ágreiningurinn um konungsvaldið varð enn skarpari á tíma Upplýsingarinnar og gilda hennar. Á þeim tíma var viðleitni til þess að ríkisstjórnin væri byggð á rökvísi, ríkisvaldinu væri skipt og að einstaklingsréttindi væri höfð í hávegum. Franska byltingin hófst með stofnun stjórnarskrárbundinnar konungsstjórnar og síðan með stofnun lýðveldis. Konungsríkið var síðar endurreist og tilraunir gerðar með þingbundna konungsstjórn árið 1830 og 1848. Síðasta franska konungsríkið var júlíríkið, sem leið undir lok árið 1848.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]