Fara í innihald

Manuel Valls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Manuel Valls
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
31. mars 2014 – 6. desember 2016
ForsetiFrançois Hollande
ForveriJean-Marc Ayrault
EftirmaðurBernard Cazeneuve
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. ágúst 1962 (1962-08-13) (62 ára)
Barselóna, Spáni
ÞjóðerniFranskur (með spænskan ríkisborgararétt)
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn (1980-2017)
MakiNathalie Soulié (skilin)
Anne Gravoin (skilin)
Olivia Grégoire (skilin)
Susana Gallardo Terrededia
BörnEva
Hugo
HáskóliUniversité Panthéon-Sorbonne
StarfStjórnmálamaður

Manuel Carlos Valls Galfetti (fæddur 13. ágúst 1962) er fransk-spænskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra Frakklands. Hann gekk í það embætti þann 31. mars 2014 og gegndi því til ársins 2016. Hann var innanríkisráðherra Frakklands frá 2012 til 2014. Valls var meðlimur í Sósíalistaflokknum en sagði sig úr honum árið 2017.

Hann fæddist í Barselóna, en faðir hans var spænsk-katalónskur og móðir hans svissnesk. Hann var borgarstjóri Évry frá 2001 til 2012, og var kosinn í öldungadeild Franska þingsins í fyrsta skiptið árið 2002. Hann tilheyrði frjálslyndu deild Sósíalistaflokksins, sem er svipuð skandinavískum félagslegum lýðræðisflokkum.

Valls sagði af sér sem forsætisráðherra í desember árið 2016 til þess að geta sóst eftir út­nefn­ingu Sósí­al­ista­flokks­ins sem frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum 2017.[1] Í forvali Sósíalistaflokksins tapaði Valls hins vegar fyrir Benoît Hamon.[2] Eftir forsetakosningarnar 2017 sagði Valls sig úr Sósíalistaflokknum og lýsti yfir stuðningi við stjórnmálahreyfingu Emmanuels Macron, nýkjörins forseta Frakklands.[3] Hann lýsti því yfir að Sósíalistaflokkurinn væri dauður í núverandi mynd og sóttist eftir því að bjóða sig fram á þing fyrir flokk Macrons, La République en marche,[4] en hafði ekki erindi sem erfiði.

Í september árið 2018 lýsti Valls því yfir að hann hygðist gefa kost á sér sem borgarstjóri Barselóna.[5] Kosningarnar voru haldnar þann 26. maí 2019, en Valls hlaut aðeins um 12% atkvæða og lenti í fimmta sæti.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Cazeneu­ve næsti for­sæt­is­ráðherra Frakk­lands“. mbl.is. 6. desember 2016. Sótt 24. október 2018.
  2. „Benoit Hamon sigraði í for­vali“. mbl.is. 23. janúar 2017. Sótt 24. október 2018.
  3. „Manuel Valls hættur í Sósíalistaflokknum“. RÚV. 27. júní 2017. Sótt 24. október 2018.
  4. „Bjóða Brút­us og Júdas sig fram?“. mbl.is. 9. maí 2017. Sótt 24. október 2018.
  5. „Vill verða borg­ar­stjóri Barcelona“. mbl.is. 25. september 2018. Sótt 24. október 2018.
  6. Alexandre Boudet (26. maí 2019). „Manuel Valls échoue à Barcelone, cinquième des municipales“ (franska). Huffington Post. Sótt 26. maí 2019.


Fyrirrennari:
Jean-Marc Ayrault
Forsætisráðherra Frakklands
(31. mars 20146. desember 2016)
Eftirmaður:
Bernard Cazeneuve


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.