Pierre Laval
Pierre Laval | |
---|---|
Forsætisráðherra Frakklands | |
Í embætti 27. janúar 1931 – 20. febrúar 1932 | |
Forseti | Gaston Doumergue Paul Doumer |
Forveri | Théodore Steeg |
Eftirmaður | André Tardieu |
Í embætti 7. júní 1935 – 24. janúar 1936 | |
Forseti | Albert Lebrun |
Forveri | Fernand Bouisson |
Eftirmaður | Albert Sarraut |
Í embætti 18. apríl 1942 – 20. ágúst 1944 | |
Þjóðhöfðingi | Philippe Pétain |
Forveri | Philippe Pétain |
Eftirmaður | Charles de Gaulle (sem forseti bráðabirgðastjórnar) |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 28. júní 1883 Châteldon, Frakklandi |
Látinn | 15. október 1945 (62 ára) Fresnes, Frakklandi |
Þjóðerni | Franskur |
Stjórnmálaflokkur | Sósíalistar (1914–23) Óflokksbundinn (1923–45) |
Maki | Jeanne Claussat (g. 1909) |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | 1 |
Undirskrift |
Pierre Jean-Marie Laval (28. júní 1883 – 15. október 1945) var franskur stjórnmálamaður. Hann var þingmaður og borgarstjóri Aubervilliers og nokkrum sinnum forsætisráðherra Frakklands í þriðja franska lýðveldinu.
Ásamt Philippe Pétain var Laval þekktasti stjórnandi Vichy-stjórnarinnar og fremstur meðal þeirra Frakka sem kusu að aðstoða hernámslið Þriðja ríkisins í Frakklandi. Laval var einn stofnenda Vichy-stjórnarinnar í júlí árið 1940 og var bæði varaforsætisráðherra og fyrirhugaður eftirmaður Pétain þar til hann var skyndilega leystur frá störfum þann 13. desember 1940. Hann kom aftur til valda sem ríkisstjórnarleiðtogi þann 18. apríl 1942 og gegndi því hlutverki til 19. ágúst 1944. Þann 22. júní 1942 flutti hann fræga ræðu þar sem hann sagði meðal annars: „Ég vona að Þjóðverjar vinni stríðið því annars mun bolsévismi festa rót alls staðar.“[1]
Eftir að Frakkland var frelsað undan hernáminu var Laval handtekinn, ákærður og dæmdur til dauða fyrir landráð og samsæri gegn ríkinu af hæstarétti bráðabirgðastjórnar Frakklands[2]. Hann var tekinn af lífi af skotsveit Frakka þann 15. október 1945.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Déclaration radiodiffusée“ (franska). YouTube. Sótt 21. janúar 2019. „Je souhaite la victoire de l'Allemagne, parce que, sans elle, le bolchevisme demain s'installerait partout.“
- ↑ Fred Kupferman (préf. Henry Rousso), Laval, París, Tallandier, 2006, 2. útgáfa, bls. 570.
Fyrirrennari: Théodore Steeg |
|
Eftirmaður: André Tardieu | |||
Fyrirrennari: Fernand Bouisson |
|
Eftirmaður: Albert Sarraut | |||
Fyrirrennari: Philippe Pétain |
|
Eftirmaður: Charles de Gaulle (sem forseti bráðabirgðastjórnar) |