Gaston Doumergue

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gaston Doumergue
Gaston Doumergue árið 1924.
Forseti Frakklands
Í embætti
13. júní 1924 – 13. júní 1931
Forsætisráðherra
ForveriAlexandre Millerand
EftirmaðurPaul Doumer
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
9. desember 1913 – 9. júní 1914
ForsetiRaymond Poincaré
ForveriLouis Barthou
EftirmaðurAlexandre Ribot
Í embætti
9. febrúar 1934 – 8. nóvember 1934
ForsetiAlbert Lebrun
ForveriÉdouard Daladier
EftirmaðurPierre-Étienne Flandin
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. ágúst 1863
Aigues-Vives, Frakklandi
Látinn18. júní 1937 (73 ára) Aigues-Vives, Frakklandi
StjórnmálaflokkurRóttæki flokkurinn
MakiJeanne Gaussal (g. 1931)
TrúarbrögðMótmælandi
HáskóliParísarháskóli

Gaston Doumergue (1. ágúst 1863 – 18. júní 1937) var franskur stjórnmálamaður og forseti Frakklands frá 1924 til 1931. Hann var einnig forsætisráðherra Frakklands bæði fyrir og eftir forsetatíð sína. Doumergue er bæði eini mótmælandinn sem hefur gegnt forsetaembætti Frakklands og eini forsetinn sem kvæntist á meðan hann var í embætti. Doumergue er almennt talinn með vinsælli forsetum Frakklands, sérstaklega miðað við hinn umdeilda forvera sinn, Alexandre Millerand.

Þegar Alexandre Millerand neyddist til að segja af sér sem forseti árið 1924 var Doumergue, sem var þá forseti franska þingsins, kjörinn til að taka við embættinu. Sem forseti Frakklands opnaði Doumergue sumarólympíuleikana árið 1924 í París. Doumergue tók þá ákvörðun að senda Philippe Pétain til Rif í Marokkó til að hjálpa Spánverjum að kveða niður uppreisn gegn nýlendustjórn þeirra. Um svipað leyti tók Doumergue einnig á móti marokkóska soldáninum Moulay Youssef og opnaði með honum Parísarmoskuna. Árið 1930 heimsótti Doumergue Alsír til að fagna hundrað ára afmæli franskra yfirráða í landinu.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jacques Vidal. „Célébration du centenaire de l'Algérie française“ (PDF). www.alger-roi.fr. Sótt 20. desember 2016.


Fyrirrennari:
Louis Barthou
Forsætisráðherra Frakklands
(9. desember 19139. júní 1914)
Eftirmaður:
Alexandre Ribot
Fyrirrennari:
Alexandre Millerand
Forseti Frakklands
(13. júní 192413. júní 1931)
Eftirmaður:
Paul Doumer
Fyrirrennari:
Édouard Daladier
Forsætisráðherra Frakklands
(9. febrúar 19348. nóvember 1934)
Eftirmaður:
Pierre-Étienne Flandin


  Þessi Frakklandsgrein sem tengist æviágripi og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.