Fimmta franska lýðveldið
Fimmta franska lýðveldið er núverandi stjórnarfyrirkomulag Frakklands. Fimmta lýðveldið kom í stað fjórða franska lýðveldisins þann 4. október 1958, en fjórða lýðveldið hafði verið stofnað árið 1946. Við stofnun fimmta lýðveldisins var brotin hefð þingræðis í Frakklandi og framkvæmtarvaldið eflt. Fimmta lýðveldið var stofnað með nýrri stjórnarskrá þann 4. október 1958 og lögfest með þjóðaratkvæðagreiðslu þann 28. september sama ár. Maðurinn á bak við stjórnarskrárbreytingarnar var Charles de Gaulle, sem varð síðan fyrsti forseti fimmta lýðveldisins.
Fimmta lýðveldið er forsetaþingræði samkvæmt þeim völdum sem forsetanum er ljáð. Forsetinn er kosinn í almennum kosningum sem settar voru á fót í atkvæðagreiðslu árið 1962. Fimmta lýðveldið er næstlanglífasta lýðveldisríki Frakklands á eftir þriðja lýðveldinu.
Forsetar fimmta lýðveldisins[breyta | breyta frumkóða]
Charles de Gaulle
(1890–1970)
Forseti 1959–1969Alain Poher
(1909–1996)
Forseti 1969 og 1974 (til bráðabirgða)Georges Pompidou
(1911–1974)
Forseti 1969–1974Valéry Giscard d'Estaing
(1926–2020)
Forseti 1974–1981François Mitterrand
(1916–1996)
Forseti 1981–1995Jacques Chirac
(1932–2019)
Forseti 1995–2007Nicolas Sarkozy
(f. 1955)
Forseti 2007–2012François Hollande
(f. 1954)
Forseti 2012–2017Emmanuel Macron
(f. 1977)
Forseti síðan 2017