Fara í innihald

Alain Poher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alain Poher
Alain Poher árið 1969.
Forseti Frakklands
(til bráðabirgða)
Í embætti
28. apríl 1969 – 20. júní 1969
ForsætisráðherraMaurice Couve de Murville
ForveriCharles de Gaulle
EftirmaðurGeorges Pompidou
Í embætti
2. apríl 1974 – 27. maí 1974
ForsætisráðherraPierre Messmer
ForveriGeorges Pompidou
EftirmaðurValéry Giscard d'Estaing
Forseti öldungadeildar franska þingsins
Í embætti
3. október 1968 – 2. október 1992
ForveriGaston Monnerville
EftirmaðurRené Monory
Forseti Evrópuþingsins
Í embætti
7. mars 1966 – 11. mars 1969
ForveriVictor Leemans
EftirmaðurMario Scelba
Persónulegar upplýsingar
Fæddur17. apríl 1909
Ablon-sur-Seine, Frakklandi
Látinn9. desember 1996 (87 ára) París, Frakklandi
StjórnmálaflokkurAlþýðlega lýðveldishreyfingin (1946–1966)
Lýðræðismiðjan (1966–1976)
Miðstöð félagshyggjumanna (1976–1995)
Lýðræðisaflið (1995–1996)
MakiHenriette Tugler
TrúarbrögðKaþólskur
Börn2
HáskóliÉcole nationale supérieure des mines de Paris
Sciences Po
Undirskrift

Alain Poher (17. apríl 1909 – 9. desember 1996) var franskur stjórnmálamaður sem gegndi tvisvar forsetaembætti Frakklands til bráðabirgða.

Poher var meðlimur í Alþýðlegu lýðveldishreyfingunni (fr. Mouvement républicain populaire eða MRP). Hann var kjörinn á franska þingið árið 1946 og síðan nefndur fjármálaráðherra í ríkisstjórn Roberts Schuman og síðan útgjaldaráðherra í stjórn Henris Queuille. Poher var návinur Roberts Schuman og gegndi ýmsum störfum á þingi áður en hann varð forseti Evrópuþingsins árið 1966 og forseti franska þingsins frá 1968 til 1992. Það var í krafti þess embættis sem Poher settist tvisvar til bráðabirgða á forsetastól Frakklands: Fyrst eftir afsögn Charles de Gaulle forseta (1969) og síðan eftir dauða Georges Pompidou forseta (1974). Poher hafði boðið sig fram í forsetakosningunum gegn Pompidou árið 1969 en hafði beðið ósigur í annarri umferð kosninganna.

Poher var einn þekktasti þingmaður fimmta franska lýðveldisins og er enn í dag sá sem lengst hefur setið sem forseti franska þingsins.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]