Fara í innihald

Édouard Philippe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Édouard Philippe
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
15. maí 2017 – 3. júlí 2020
ForsetiEmmanuel Macron
ForveriBernard Cazeneuve
EftirmaðurJean Castex
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. nóvember 1970 (1970-11-28) (54 ára)
Rúðuborg, Frakklandi
ÞjóðerniFranskur
StjórnmálaflokkurPartie socialiste (á tíunda áratugnum); Union pour une mouvement populaire (2002–2015); Les républicains (2015–2018)
MakiEdith Chabre
Börn3
HáskóliSciences Po
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Édouard Philippe (f. 28. nóvember 1970) er franskur stjórnmálamaður. Hann er fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, í embætti frá 15. maí 2017[1] til 3. júlí 2020.[2]

Philippe er gamall nemandi úr Stjórnmálafræðiháskóla Parísar (Institut d'études politiques de Paris) og Þjóðlega stjórnarháskólanum (École nationale d'administration). Á tíunda áratugnum var hann meðlimur í franska Sósíalistaflokknum en hann sneri sér nokkuð til hægri á síðari árum.

Árið 2002 tók Philippe þátt í stofnun miðhægriflokksins Union pour un mouvement populaire (UMP) að áeggjan Alain Juppé fyrrverandi forsætisráðherra. Hann var starfaði í umhverfis- og orkumálaráðuneyti undir stjórn Juppé frá maí árið 2007 en hætti þegar Juppé tapaði endurkjöri í þingkosningum í júní sama ár.

Philippe sneri sér að héraðsstjórnmálum og var kjörinn borgarstjóri Le Havre árið 2010. Hann varð síðan þingfulltrúi borgarkjördæmisins árið 2012.[1]

Philippe studdi Alain Juppé í forkjöri hægriflokkanna fyrir frönsku forsetakosningarnar árið 2016. Eftir að Juppé beið ósigur fyrir François Fillon í forkosningunum studdi Philippe Fillon en dró stuðning sinn til baka eftir að Fillon var ásakaður um að hafa misnotað almannafé til að hygla eigin fjölskyldu. Eftir að Emmanuel Macron vann kosningarnar árið 2017 útnefndi hann Philippe forsætisráðherra sinn og bauð honum að mynda ríkisstjórn.

Philippe sagði af sér ásamt ríkisstjórn sinni þann 3. júlí árið 2020. Macron hafði þá tapað umtalsverðu fylgi í skoðanakönnunum og hafði því lýst yfir vilja til að breyta stefnu á síðustu tveimur árum kjörtímabils síns.[2] Jean Castex var skipaður nýr forsætisráðherra sama dag.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Atli Ísleifsson (15. maí 2017). „Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands“. Vísir. Sótt 3. febrúar 2018.
  2. 2,0 2,1 Ásgeir Tómasson (3. júlí 2020). „Franska ríkisstjórnin segir af sér“. RÚV. Sótt 3. júlí 2020.
  3. Ásgeir Tómasson (3. júlí 2020). „Nýr forsætisráðherra skipaður í Frakklandi“. RÚV. Sótt 3. júlí 2020.


Fyrirrennari:
Bernard Cazeneuve
Forsætisráðherra Frakklands
(15. maí 20173. júlí 2020)
Eftirmaður:
Jean Castex