Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2015

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Formenn fulltrúanefndanna á ráðstefnunni.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2015 var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í París 30. nóvember til 12. desember 2015. Hún var þannig 21. fundur aðila að Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar frá 1992 og 11. fundur aðila að Kýótóbókuninni frá 1997.

Meginniðurstaða ráðstefnunnar var Parísarsamkomulagið um loftslagsbreytingar sem á að taka við af Kýótóbókuninni árið 2020. Markmiðið er að takmarka hnattræna hlýnun við 2°C miðað við stöðuna fyrir iðnbyltingu. Ætlunin er að nettólosun gróðurhúsalofttegunda af hálfu mannsins verði engin á síðari helmingi 21. aldar. Fyrir ráðstefnuna kynntu fulltrúalönd landsmarkmið í loftslagsmálum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.