Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu
Komunistická strana Československa
Aðalritari Václav Šturc (fyrstur)
Ladislav Adamec (síðastur)
Stofnár 16. maí 1921
Lagt niður 23. apríl 1992
Gekk í Kommúnistaflokk Bæheims og Mæris (í Tékklandi)
Lýðræðislega sósíalistaflokkinn (í Slóvakíu)
Höfuðstöðvar Prag, Tékkóslóvakíu
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Kommúnismi, marx-lenínismi, sósíalismi með mannlegri ásjónu (1968)
Einkennislitur Rauður     

Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu var kommúnískur stjórnmálaflokkur stofnaður í Tékkóslóvakíu árið 1921. Flokkurinn rændi völdum í landinu árið 1948 og stofnaði Alþýðulýðveldið Tékkóslóvakíu. Alþýðulýðveldið var lítið annað en leppríki Sovétríkjanna. Alræði flokksins lauk í Flauelsbyltingunni 1989 en hann var þó áfram til. Árið 1990 varð hann sambandsflokkur Kommúnistaflokks Bæheims og Mæris og Kommúnistaflokks Slóvakíu. Flokkurinn var leystur upp eftir skiptingu Tékkóslóvakíu í Tékkland og Slóvakíu árið 1992. Árið eftir samþykkti tékkneska þingið þingsályktun þar sem stóð að kommúnistastjórnin í Tékkóslóvakíu hefði verið ólögmæt og Kommúnistaflokkurinn glæpasamtök. Árið 1995 var flokkurinn endurreistur af nokkrum fyrrum meðlimum. Markmið hans er að endurreisa það stjórnarfar sem var við lýði fyrir 1989. Hingað til hefur þessi flokkur verið mjög lítill og aldrei náð manni á þing í kosningum.

Leiðtogar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.