Jarðgöng á Íslandi
Þetta er listi yfir jarðgöng á vegakerfi Íslands.
Núverandi jarðgöng[breyta | breyta frumkóða]
- Vestfjarðagöng samanstanda af þremur leggjum sem mætast inni í göngunum; Tungudalslegg (til Skutulsfjarðar), 2 km; Breiðadalslegg (til Önundarfjarðar), 4 km; og Botnsdalslegg (til Súgandafjarðar), 3 km. Tungudalsleggur er tvíbreiður, en að öðru leyti eru þau einbreið.
- Að auki er að finna einn yfirbyggðan stokk á Höfuðborgarsvæðinu. Sá liggur undir Kópavogsháls milli Hamraborgar og Digranesvegar en Hafnarfjarðarvegur liggur um hann. Upprunalega voru þetta tvær brýr sem byggðar voru milli 1970 og 1975 og á milli þeirra lá vegurinn í gjá uns byggt var yfir gjána og brýrnar tengdar saman á árunum 2002-2008. Nú er Hálsatorg að finna ofanjarðar yfir gjánni ásamt stjórnsýsluhúsi Kópavogs og fleiri þjónustustofnunum.
Aflögð jarðgöng[breyta | breyta frumkóða]
Nafn | Lengd (m) | Byggð | Aflögð | Akreinar | Sveitarfélag | Landsvæði | Metrar yfir/undir sjávarmáli |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Oddskarðsgöng | 626 | 1972–1977 | 2017 | 1 | Fjarðabyggð | Austurland | 632 m yfir sjávarmáli |
Jarðgöng í framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]
Jarðgangagerð hafin[breyta | breyta frumkóða]
Jarðgöng í rannsóknar-, útboðs-, samninga- og undirbúningsferli[breyta | breyta frumkóða]
- Fjarðarheiðargöng eða Seyðisfjarðargöng (Seyðisfjörður-Egilsstaðir) - Rannsóknarboranir hófust á fyrrihluta ársins 2016. Áætluð jarðgangagerð hefst 2020.
Fyrirhuguð jarðgöng[breyta | breyta frumkóða]
Jarðgöng í forgangi á gildandi samgönguáætlun[breyta | breyta frumkóða]
- Göng undir Reynisfjall í Mýrdal.[8]
Mögulegar viðbætur gerðar fyrir núverandi göng byggð fyrir árið 2000[breyta | breyta frumkóða]
Rætt hefur verið um möguleika til aukningar á afkastagetu flestra eldri ganga.
- Hvalfjarðargöng: Ný göng samsíða eða á nýjum stað til að auka afkastagetu jarðganganna.
- Múlagöng: Útvíkkun ganga vegna mögulegrar umferðaraukningar eftir opnun Héðinsfjarðarganga.
- Hugsanleg jarðgöng undir Siglufjarðarskarð myndu leysa af hólmi Strákagöng.
- Engin áform eru um útvíkkun Vestfjarðaganga.
- Arnardalshamar er á vegi sem myndi færast í önnur fyrirhuguð göng á sömu slóðum; Ísafjörður-Súðavík.
- Ólafsfjarðargöng myndu leysa af hólmi Múlagöng sem eru einbreið og talsvert norðar.
Væntanleg eða möguleg jarðgöng[breyta | breyta frumkóða]
Helstu framtíðaráform eða möguleikar í jarðgangamálum[breyta | breyta frumkóða]
Hér eru teknir saman framtíðarmöguleikar af jarðgangaáætlun frá 2000, samgönguáætlun 2007-2018 og svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Athugasemdir gerðar við leiðir frá jarðgangaáætlun.
Suðurland[breyta | breyta frumkóða]
- Göng undir Reynisfjall í Mýrdal.
- Vestmannaeyjagöng
Suðvesturland[breyta | breyta frumkóða]
- Göng undir Hellisheiði, vegurinn hefur að mestu verið tvöfaldaður um kambana.
- Á Höfuðborgarsvæðinu.
- Göng undir Skólavörðuholt (Holtsgöng); þau voru slegin út af borðinu árið 2010.
- Göng undir Öskjuhlíð.
- Göng undir Digranesháls í Kópavogi.
- Sundagöng á Sundabraut undir Elliðaárvog.
Vesturland[breyta | breyta frumkóða]
- Göng milli Staðarsveitar og Kolgrafafjarðar; Vatnaleið var gerð til að laga sömu samgöngur og göngin áttu að laga.
- Göng undir Bröttubrekku; Vegurinn var lagfærður og lagður eilítið vestar, eða um Dalafjall. Þörf ganga minni en áður.
Vestfirðir[breyta | breyta frumkóða]
- Göng undir Klettsháls; Vegurinn hefur verið lagfærður og hefur minnkað þörf fyrir göngin nokkuð.
- Göng undir Dynjandisheiði.
- Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur.
- Göng undir Eyrarfjall í Djúpi; Nýr vegur meðfram ströndinni, um Vatnsfjarðarháls og brú á Mjóafjörð gerir þessi göng nær óþörf.
- Göng undir Tröllatunguheiði; Vegurinn um Þröskulda gerir göngin óþörf.
- Göng undir Hjallaháls; valkostur gagnvart umdeildum fyrirhuguðum vegi um Teigskóg í Þorskafirði.
Norðurland[breyta | breyta frumkóða]
- Göng undir Öxnadalsheiði; afbrigði í undirpunkti.
- Göng undir Heljardalsheiði.
- Göng milli Hjaltadals og Hörgárdals.
- Fljótagöng undir Siglufjarðarskarð, myndu gera Strákagöng og veginn um Almenninga óþarfan, gert er ráð fyrir þeim á aðalskipulagi Fjallabyggðar og Skagafjarðar.
Austurland og -firðir[breyta | breyta frumkóða]
- Göng milli Héraðs og Vopnafjarðar undir Hellisheiði eystri.
- Göng um Mið-Austurland; Hérað-Seyðisfjörður-Mjóifjörður- Norðfjörður.
- Seyðisfjörður-Mjóifjörður.
- Mjóifjörður- Norðfjörður.
- Til Héraðs:
- Annað hvort undir Fjarðarheiði, milli Seyðisfjarðar og Héraðs (13,4 km).
- Eða undir Mjóafjarðarheiði, milli Héraðs og Mjóifjarðar.
- Göng milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. (4,8 km)
- Göng milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. (3,8 km)
- Göng milli Skriðdals og Berufjarðar eða Breiðdals ; Mögulega óþörf með tilkomu nýs vegar um Öxi.
- Undir Kistufell (10,1 km), myndu leysa af veg um Exi sem tengir Skriðdal og Berufjarðar.
- Tvenn göng milli Skriðdals og Breiðdals annars vegar (3,6 km) og Breiðdals og Berufjarðar hins vegar. (4,7 km)
- Göng undir Berufjörð (3,2 km eða 5 km); Munu aðallega nýtast Suðurfjörðum Austfjarða ef vegur um Öxi verður aðalvegur, annars mikilvæg tenging fyrir göng í Skriðdal eða Breiðdal.
- Göng undir Lónsheiði. (1,2 km)
Mögulegir yfirbyggðir stokkar á Höfuðborgarsvæðinu[breyta | breyta frumkóða]
Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um að grafa niður stóru umferðargötur Höfuðborgarsvæðisins en lítið af því hefur komist í framkvæmd. Oft hefur það fylgt pólitískum línum og straumum hverju sinni hvaða hugmyndir eru ofan á. Margir stokkar eru til á teikniborðinu en frekar óljóst er hvort þeir komast til framkvæmda í nánustu framtíð. Vegna hugmynda um borgarlínu og niðurskurð í almennum vegaframkvæmdum í Reykjavík hefur það valdið enn meiri óvissu um þennan möguleika.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Jarðgöng á vegakerfinu (Vegagerðin)
- Samgönguáætlun (Vegagerðin)
- Jarðgangaáætlun (Vegagerðin)
- Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins 2001-2004 (Samband sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu)
- ↑ „Almannaskarðsgöng - Myndasafn mbl.is“. www.mbl.is.
- ↑ „Bættar samgöngur nýtast í báðar áttir“. www.mbl.is.
- ↑ „Löng bílaröð við Dýrafjarðargöng – Eftirvæntingin mikil“. www.ruv.is.
- ↑ „Umferð hleypt á Fáskrúðsfjarðargöngin“. www.mbl.is.
- ↑ „Héðinsfjarðargöng fóru langt fram úr áætlun - Vísir“. visir.is.
- ↑ Gunnarsson, Gunnar (September 5, 2017). „Norðfjarðargöng: Umframkostnaður skýrist af verðbótum“. Austurfrétt.is.
- ↑ http://www.vegagerdin.is/verkefnavefir/Nordfjardargong.nsf
- ↑ http://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2013/Samgonguaaetlun_kynningarrit_vefutgafa.pdf