Fara í innihald

Oddskarðsgöng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Oddskarðsgöng árið 2017.

Oddskarðsgöng voru einbreið jarðgöng á Austurlandi sem gengu á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Göngin voru opnuð 1977 og voru í notkun þar til Norðfjarðargöng komu í stað þeirra árið 2017.[1] Göngin eru nú lokuð.

Neskaupstaður komst fyrst í vegasamband við aðrar byggðir árið 1949 og lá leiðin um Oddskarð. Það er einn hæsti fjallvegur á landinu og hann getur verið ófær vegna snjóþyngdar.[2] Því var hafist handa við Oddskarðsgöng árið 1974 og þau tekin í notkun 1978. Göngin eru 626 metra löng og í 632 metra hæð yfir sjávarmáli.[2] Oddskarðsgöng gerðu leiðina mun léttari yfirferðar en þar sem göngin voru í talsverðri hæð gat verið þungt að komast að þeim.

Eskifjarðarmegin við Oddskarð er miðstöð vetraríþrótta og skíðalyfta.[2]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://timarit.is/page/2860673?iabr=on#page/n19/mode/2up/search/Oddskar%C3%B0sg%C3%B6ng
  2. 2,0 2,1 2,2 „Oddskarð – Upplifðu Austurland“.