Fljótsdalshérað

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fljótsdalshérað
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Norðausturkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
1. sæti
8.916,6 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
16. sæti
3.619 (2020)
0,41/km²
Bæjarstjóri Björn Ingimarsson

Þéttbýliskjarnar Egilsstaðir (íb. 2.148)
Fellabær (íb. 445)
Hallormsstaður (íb. 53)
Eiðar (íb. 35)
Sveitarfélagsnúmer 7620
Póstnúmer 700, 701
Vefsíða sveitarfélagsins

Fljótsdalshérað var sveitarfélag á mið-Austurlandi sem varð til 1. nóvember 2004, við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs og við þá sameiningu varð til fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi með um 4.000 íbúa, og þar af búa ríflega 2.300 manns í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ. Árið 2020 sameinaðist Fljótsdalshérað í enn stærra sveitarfélag Múlaþing.

Um svæðið féllu Lagarfljót og Jökulsá á Dal. Hallormsstaðaskógur, stærsti skógur landsins, var innan marka sveitarfélagsins.

Í sveitarfélaginu voru eftirfarandi sveitir, sem eitt sinn voru hver um sig sjálfstætt sveitarfélag: Jökuldalur, Jökulsárhlíð, Hróarstunga, Fell, Hjaltastaðaþinghá, Eiðaþinghá, Vellir og Skógar (sem áður mynduðu einn hrepp), og Skriðdalur. Fljótsdalshérað var svipað að flatarmáli og Púertó Ríkó.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.