Reynisfjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Suðurendi Reynisfjalls og Reynisdrangar.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Reynisfjall er fjall í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og gengur fram í sjó milli Reynishverfis og Víkur. Fjallið er nokkuð stórt um sig, rúmir 5 km á lengd frá norðri til suðurs og 800 m á breidd milli brúna þar sem það er breiðast. Hæst er það um 340 m en syðst, út við sjóinn, er það 149 m. Fram af fjallinu, út í sjó, eru Reynisdrangar.

Hlíðar fjallsins eru víða mjög brattar, klettóttar að ofan en neðan til víðast grónar. Syðst í fjallinu eru fallegar stuðlabergsmyndanir og hellar. Þar er mikið lundavarp. Upp á fjallið liggur bílvegur sem gerður var á stríðsárunum, þegar Bandaríkjamenn reistu lóranstöð uppi á fjallinu, og var hann endurbættur seinna. Hann er sagður brattasti fjallvegur á Íslandi.

Hringvegurinn liggur nú yfir Reynisfjall innarlega en rætt hefur verið um að færa veginn nær sjónum og leggja hann um Reynishverfi og gera jarðgöng gegnum Reynisfjall.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.