Dýrafjarðargöng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Dýrafjarðargöng eru fyrirhuguð jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum.[1] Líklegasta vegstæði er frá Mjólká í Arnarfirði að Dýrafjarðarbrú og er þar gert ráð fyrir 5,6 km löngum göngum. Sú leið mun stytta Vestfjarðaveg um 27,4 km.[2] Einnig er þessum jarðgöngum ætlað að leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði. Göngin munu liggja frá Dröngum í Dýrafirði að Rauðsstöðum í Borgarfirði (Arnarfirði).

Opnað var fyrir tilboð í göngin 24. janúar 2017[3] og skrifað var undir samning um þremur mánuðum síðar þann 20. apríl.[4] Fyrsta skóflustunga var síðan tekin um miðjan maí 2017[5] og var fyrsta jarðgangasprenging gerð 14. september sama ár.[6] Formlegar framkvæmdir eru núna hafnar við gröft ganganna og eiga göngin að vera fullbúin árið 2020. Áætlað er að göngin muni kosta um 9,2 milljarða kr.[7]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/umhverfismat/frummatsskyrsla/nr/3708
  2. http://www.althingi.is/altext/136/s/0876.html
  3. http://ruv.is/frett/fimm-tilbod-barust-i-dyrafjardargong
  4. https://www.innanrikisraduneyti.is/frettir-irr/skrifad-undir-samning-um-dyrafjardargong
  5. http://www.bb.is/2017/05/radherra-tekur-fyrstu-skoflustungu-ad-dyrafjardargongum/
  6. http://www.bb.is/2017/09/fjolmenni-vid-hatidarsprengingu-dyrafjardarganga/
  7. https://www.althingi.is/altext/145/s/1061.html