Húsavíkurhöfðagöng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Húsavíkurhöfðagöng eða Húsavíkurgöng eru jarðgöng sem liggja á milli Húsavíkur og Bakka.[1] Göngin voru opnuð 4.nóvember 2017.[1]

Þau verða ekki opin almennri umferð heldur eru þau eingöngu ætluð vöruflutningum milli hafnarinnar á Húsavík og kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Framkvæmdir vegna jarðganganna hófust 2012 þegar gerðar voru jarðfræðirannsóknir og fylgdu ýmsar aðrar rannsóknir seinna[2] þar til undirbúningsframkvæmdir hófust haustið 2015. Gangagerð hófst í mars 2016[3] og lauk greftri 24. ágúst 2016. Frágangur rafmagns, vegar og annars búnaðar stóð svo fram á haust 2017 þegar göngin voru formlega opnuð.

Heildarlengd ganganna er 943 m að frátöldum vegskálum, en 990m með vegskálum.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.vegagerdin.is/Vefur2.nsf/Files/Kynningarhefti_2015-07-16/$file/Kynningarhefti_2015-07-16.pdf
  2. http://www.vegagerdin.is/media/framkvaemdir-og-vidhald/857_Mau_2014.01.16__Husavikurhofdi_konnun-matsskyldu_endanleg-skyrsla.pdf
  3. http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/14634
  4. http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/fr665-08-2016/$file/fr665-08-2016.pdf