Fjarðarheiðargöng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Seyðisfjarðargöng)

Fjarðarheiðargöng eða Seyðisfjarðargöng eru fyrirhuguð jarðgöng sem munu liggja á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Þau munu koma í stað vegar um Fjarðarheiði, sem liggur í 620 metra hæð þar sem erfið færð getur varað stóran hluta ársins.[1]

Jarðgangagerð mun ekki hefjast fyrr en 2020. Komið hefur í ljós að Fjarðarheiðargöng verða um 13,5 km og munu því verða lengstu jarðgöng á Íslandi.[2] Kostnaðaráætlun jarðganganna er nú áætlaður 22–25 milljarðar kr.[3] á verðlagi ársins 2016 þó mikil óvissa ríki um hana. Lagt var til að gerðar verði jarðfræðirannsóknir í gangastæði væntanlegra Fjarðarheiðarganga á árunum 2015–2018 og að athugað verði með möguleg gangastæði á árunum 2017-2020.[4][5] Rannsóknarboranir hófust fyrr á árinu 2016[6] en kláruðust í ágúst sama ár, á undan áætlun.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.