Kistufell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kistufell er 1.450 metra hátt fell skammt frá rótum Dyngjujökuls, norður af Vatnajökli. Kistufell er þekkt jarðskjálftasvæði og þar er björgunarskýli.

Engir stórir skjálftar, 4 til 5 á Richter, hafa mælst við Kistufell síðan gaus í Gjálp árið 1996. [1] Þann 26. apríl árið 2010 varð skjálfti þar sem mældist 3,3 stig samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar. [2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Enn skelfur við Kistufell; grein af Mbl.is 4.12.2008
  2. Jörð skelfur við Kistufell; grein af Mbl.is 26.4.2010
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.