Fara í innihald

Hellisheiði eystri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft upp að Hellisheiði frá Böðvarsdal.

Hellisheiði eða Hellisheiði eystri er heiði eða fjallvegur milli Fljótsdalshéraðs og Vopnafjarðar. Hún nær 656 metra hæð og er víðsýnt af henni á björtum dögum.

Áætluð göng

[breyta | breyta frumkóða]
Hellisheiðargöng merkt í svörtu

Á teikniborði Vegagerðarinnar eru göng undir Hellisheiði, sem yrðu 6,3 km að lengd.

Nokkrar jarðgangaleiðir hafa verið skoðaðar milli þessara byggðarlaga. Þar er bæði um að ræða tiltölulega stutt göng gegnum fjallið Búr og lengri göng milli Böðvarsdals og Jökulsárhlíðar. Í báðum tilfellum er um nokkrar leiðir að ræða. Jarðfræðilegar aðstæður eru erfiðar um Búrið og einingaverð ganga því hátt. Stystu göng yrðu um 2 km á lengd, en þá yrði einnig farið með veg í 400 m y.s. yfir svonefnda Fönn. Álitlegra gæti verið að fara í 350 – 400 m y.s. í jarðgöngum milli Seldals og Ketilsstaða eða Frökkudals og Torfastaða, en göng á þeim stöðum yrðu um 4 km á lengd. Oftast hefur þó verið miðað við 6,3 km löng jarðgöng úr 100 m y.s. í Frökkudal og sömu hæð ofan við Torfastaði. Heildarkostnaður við þau göng ásamt 300 m löngum forskálum og um 9 km af nýjum vegum er 3-3,5 milljarðar. Leiðin milli Vopnafjarðarkauptúns og Egilsstaða um Hellisheiði er 92 km löng. Þar er ekki um vetrarleið að ræða. Um göngin yrði leiðin 84 km. Í árslok 2001, eftir að Vopnafjarðarleið hefur verið tengd til frambúðar Hringvegi um Háreksstaðaleið, verða um 135 km á milli sömu staða. Það á að verða öruggur heilsársvegur milli byggða.
 
— Jarðgangaáæltun Vegagerðarinnar frá árinu 2000.

Þróunarstofa Austurlands skrifaði greinargóða skýrslu um jarðgöng undir Hellisheiðina sem kom út í mars árið 2000.[1] Þar segir að vegstytting frá Vopnafirði til Héraðs (Egilsstaða) yrði um 50 km, færi úr 135 km niður í 83 km.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.vopnafjardarhreppur.is/Article.aspx?catID=156&artID=4889[óvirkur tengill]