Vestmannaeyjagöng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vestmannaeyjagöng
SveitarfélögVestmannaeyjabær og Rangárþing Eystra
Staðatil umræðu
Lengduþb 18km
Kostnaðuróþekktur

Jarðgöng milli Íslands og Vestmannaeyja eru hugsanleg undirsjávargöng milli meginlands Íslands og Vestmannaeyja. Gert er ráð fyrir göngunum í aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar.

Göngin hafa verið til umræðu til margra ára. Ein af fyrstu þingsályktunum um málið má finna frá árinu 1989.[1] Árið 2003 voru stofnuð áhugasamtökin Ægisdyr um vegtengingu milli lands og Eyja. Formaður þeirra er Ingi Sigurðsson.

Í skýrslu sem Vegagerðin lét gera og kom út árið 2006 [2]. Er skýrt tekið fram í niðurstöðum hennar að frekari rannsókna sé þörf, til að áætla kostnað við gerð gangnanna. Áætlaður kostnaður var 70-100 milljarða króna, þar sem þeir telja öryggisins vegna, nauðsynlegt að leggja tvenn göng fyrir aðskilna umferð. [2]

28. júlí 2006 lét Ægisdyr birta skýrslu gerða af Multiconsult ráðgjafafyrirtækinu sem gerði ráð fyrir því að Vestmannaeyjagöng myndu kosta u.þ.b. 18 milljarða króna.[3]

Þann 27. júlí 2007 ákvað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að setja ekki fjármuni til rannsókna á jarðlögum vegna jarðganga milli Kross og Heimaeyjar. Rannsóknin var talin kosta á bilinu 115 til 275 milljónir króna.[4] Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsens hafði þá þremur dögum áður gefið út kostnaðarmat á bilinu 50-80 milljarða króna. Þeir töldu hins vegar þurfa ítarlegri gögn í málið svo unnt væri að kostnaðarmeta framkvæmdina með réttu. Því var hafnað af þáverandi ríkisstjórn. [5]

Árið 2017 lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi fram þingsályktunartillögu að fela ráðherra að skipa starfshóp til að gera ítarlega fýsileikakönnun á gerð ganga milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum.[6]

Árið 2018 voru Vestmannaeyjagöng sett inní aðalskipulag sveitarfélags Vestmannaeyjabæjar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]