Fara í innihald

Botnsdalur (Súgandafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Botnsdalur er dalur inn af botni Súgandafjarðar. Dalurinn er ágætlega gróinn og þar er nokkuð um birkikjarr og reyni. Einnig er þar mikill burknagróður. Um dalinn rennur Botnsá en upp af honum er Botnsheiði. Yfir hana lá vegurinn áður en nú liggja jarðgöng undir hana.

Í Botnsdal er surtarbrandsnáma og var surtarbrandur unninn þar bæði á árum fyrri og síðari heimsstyrjaldar, þegar eldsneytisskortur var mikill. Dalurinn er á náttúruminjaskrá vegna gróðurfars og vegna surtarbrandsins.

Í Botnsdal eru bæirnir Botn, landnámsjörð Hallvarðar súganda, og Birkihlíð.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.