Vatnsnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft til suðausturs ofan af Geitafelli og séð í mynni Þorgrímsstaðadals (nær) og Katadals í Vatnsnesfjalli. Fjær sést Víðidalsfjall.

Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Þar er lítið láglendi nema á vesturhlutanum. Hálendi Vatnsness nefnist einu nafni Vatnsnesfjall[1], en það er nokkuð skorið dölum og eru þeirra stærstir Katadalur og Þorgrímsstaðadalur. Hæsti hnjúkur Vatnsnesfjalls er Þrælsfell, 895 m y.s. Þaðan er víðsýnt til allra átta, en sjá má í sjö sýslur í góðu skyggni[2]. Hringvegur um Vatnsnes er 90 km langur. Meðal áhugaverðra eða sögufrægra staða við Vatnsneshringinn má til dæmis nefna Hamarsrétt, Illugastaði, Tjörn, Hvítserk og Borgarvirki. Á Vatnsnesi er mikið um sel og er helsti selaskoðunarstaður landsins. Gott aðgengi er fyrir ferðamenn að skoða seli á Illugastöðum[3] og að Ósum. Í selatalningu í lok ágúst 2007 við Vatnsnes sáust 727 selir.[4] Kauptúnið Hvammstangi stendur á vesturströnd Vatnsness.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tómas Einarsson og Helgi Magnússon (ritstj.) (1989). Íslands handbókin. Örn og Örlygur.
  2. Pétur Jónsson og Gudrun M. H. Kloes (áb.m.) (2004). Útivistarkort Húnaþings vestra. Ferðamálafélag Vestur-Húnavatnssýslu.
  3. „Illugastaðir“. Húnaþing vestra. Sótt 1. júní 2021.
  4. Fréttablaðið, bls. 12, 11. september 2007
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.