1908
Útlit
(Endurbeint frá Apríl 1908)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1908 (MCMVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Ársbyrjun - Lögbirtingablaðið kom fyrst út á prenti.
- 19. janúar - Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar er stofnað.
- 24. janúar - Bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík.
- 20. mars - Kveikt var á nýjum Reykjanesvita en sá fyrsti eyðilagðist í jarðskjálfta.
- 2. apríl - 12 manns fórust við Stokkseyri.
- 21. apríl - Knattspyrnufélagið Víkingur er stofnað.
- 1. maí - Knattspyrnufélagið Fram er stofnað.
- 10. september - Fyrstu leynilegu Alþingiskosningarnar voru haldnar og var sami kjördagur í fyrsta skiptið um land allt. Samhliða þingkosningunum var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um áfengisbann. Kjörsókn var mikil.
- 10. október - Miðbæjarskólinn var formlega vígður í Reykjavík.
- 28. desember - Aftakaveður geysaði sem stóð í meira en sólarhring á Austurlandi.
- Búnaðarsamband Suðurlands er stofnað.
- Safnahúsið við Hverfisgötu var fullbyggt.
Fædd
- 15. febrúar - Oddný Guðmundsdóttir, rithöfundur (d. 1985).
- 30. apríl - Bjarni Benediktsson, stjórnmálamaður (d. 1970).
- 23. maí - Jón Engilberts, myndlistarmaður (d. 1972).
- 5. desember - Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns Íslands (d. 1996).
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 24. janúar - Fyrsta skátabókin, Scouting for Boys kom út en skátahreyfingin var stofnuð ári áður.
- 1. febrúar - Carlos 1. portúgalskonungur og prins Luis Filipe eru skotnir til bana í Lissabon.
- 29. mars - Fyrsta farþegaflugið fór fram í Frakklandi.
- 26. maí - Fyrsti stóri olíufundur í Miðausturlöndum verður í Masjed Soleyman í suðvestur Persíu. Bretar tryggja sér réttinn á nýtingu olíunnar.
- 30. júní - Loftsteinabrot verður við Tunguska-fljót í Krasnoyarsk Krai, Síberíu, 5-10 kílómetra ofan við skorpu jarðar.
- júlí - Sumarólympíuleikarnir 1908 eiga sér stað í London.
- 3. júlí - Ungtyrkir gera uppreisn í Ottómaneldinu.
- 17. september - Fyrsta manneskjan, Thomas Selfridge lætur lífið í flugslysi. Flugmaðurinn Orville Wright lifir af.
- 1. október - Henry Ford framleiðir fyrsta Ford T-bílinn.
- 5. október - Búlgaría lýsir yfir sjálfstæði frá Ottóman-veldinu.
- 6. október - Austurríki-Ungverjaland innlimar Bosníu-Hersegóvínu og Ottóman-veldið tapar því.
- 15. nóvember - Leópold 2. Belgíukonungur lætur af völdum í Kongó (Fríríkið Kongó) og belgíska ríkið tekur við (Belgíska Kongó).
- 28. desember - Jarðskjálftinn við Messina á Ítalíu tekur 75.000-200.000 mannslíf.
Fædd
- 7. apríl - Alfred Eisenbeisser, rúmenskur knattspyrnu- og skautakappi (d. 1991)
- 8. apríl - Oskar Schindler, þýskur iðnjöfur og bjargvættur Gyðinga. (d. 1974)
- 24. apríl - Józef Gosławski var pólskur myndhöggvari á 20. öld (d. 1963)
- 12. maí – Alejandro Scopelli, argentínskur knattspyrnumaður og -þjálfari (d. 1987).
- 2. júní - Marcel Langiller, franskur knattspyrnumaður (d. 1980).
- 22. júní - Pablo Dorado, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1978).
- 27. ágúst - Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti (d. 1973)
- 13. september - Carlos Peucelle, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1990).
- 6. október - Luis de Souza, perúskur knattspyrnumaður (d. 2008).
- 10. desember - Mario Evaristo, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1993).
- 31. desember - Jim Brown, skosk/bandarískur knattspyrnumaður (d. 1994).
Dáin
- 25. ágúst - Henri Becquerel, franskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1852).