Skátahreyfingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Skátahreyfingin er alþjóðleg hreyfing sem var stofnuð af breskum hershöfðingja, Robert Baden-Powell lávarði, árið 1907. Hugsjón hans var að búa til hreyfingu sem stuðlaði að líkamlegum og andlegum þroska ungmenna svo þau gætu tekið þátt í samfélaginu. Margt í skátahreyfingunni á uppruna sinn í Frumskógarbókinni eftir Rudyard Kiplings sem á ensku kom út í tveimur bókum: The Jungle Book og The Second Jungle Book.

Skátadagurinn[breyta | breyta frumkóða]

Skátadagurinn er haldinn hátíðlega um allan heim þann 22. febrúar ár hvert. Dagurinn er haldinn í tilefni þess að þann dag árið 1857 fæddist Lord Baden Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar. Á Íslandi hefur verið sú venja hjá flestum skátafélögum að vígja inn nýja skáta og gera þá fullgilda meðlimi skátahreyfingarinnar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.