Fara í innihald

Leópold 2. Belgíukonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Sachsen-Coburg-Gotha-ætt Konungur Belgíu
Sachsen-Coburg-Gotha-ætt
Leópold 2. Belgíukonungur
Leópold 2.
Ríkisár 17. desember 186517. desember 1909
SkírnarnafnLeopold Lodewijk Filips Maria Victor (á flæmsku), Léopold Louis Philippe Marie Victor (á frönsku)
Fæddur9. apríl 1835
 Brussel, Belgíu
Dáinn17. desember 1909 (74 ára)
 Brussel, Belgíu
GröfÉglise Notre-Dame de Laeken, Brussel
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Leópold 1. Belgíukonungur
Móðir Louise-Marie af Orléans
DrottningMarie-Henriette af Austurríki
BörnLouise, Leópold, Stéphanie, Clémentine, Lucien Philippe Delacroix Durrieux, Philippe Henri Delacroix Durrieux

Leópold II (9. apríl 183517. desember 1909) var konungur í Belgíu og er hans sérstaklega minnst fyrir þau ódæðisverk og arðrán sem hann ber ábyrgð á í Fríríkinu Kongó.

Leópold fæddist í Brussel og var annar (en elsti eftirlifandi) sonur Leópolds 1. Belgíukonungs og Lovísu af Orléans. Hann tók við af föður sínum á konungsstól árið 1865 og ríkti í fjörutíu og fjögur ár þar til hann lést – lengur en nokkur annar belgískur konungur. Hann lést án karlkyns afkomenda og því rekur núverandi konungur Belgíu ættir sínar til frænda og eftirmanns Leópolds, Alberts 1.

Leópold var stofnandi og einkaeigandi Fríríkisins Kongó, einkarekins verkefnis sem hann átti frumkvæði að. Hann réð landkönnuðinn Henry Morton Stanley til að gera tilkall til Kongóríkisins í sínu nafni, þar sem nú er Austur-Kongó. Á Berlínarráðstefnunni árin 1884–1885 lögfestu evrópsku nýlenduveldin tilkall Leópolds en skylduðu hann jafnframt til að bæta lífsskilyrði infæddra. Leópold hunsaði mestmegnis þessi skilyrði alveg frá byrjun. Hann réð yfir Kongó með hjálp málaliðasveitarinnar Force Publique og makaði sjálfur krókinn á kostnað innfæddra. Hann eyddi miklum hluta ágóðans af arðráninu í byggingar fyrir almenning og til einkanota í Belgíu á þessum tíma. Hann eftirlét einkareknu byggingarnar ríkinu áður en hann lést svo þær yrðu varðveittar fyrir Belgíu.

Leópold græddi á tá og fingri á Fríríkinu Kongó; fyrst á söfnun fílabeins en síðan á ræktun og vinnslu á gúmmíi eftir að gúmmíverð hækkaði á tíunda áratug 19. aldar. Innfæddir voru látnir vinna nauðungarvinnu til að fullvinna gúmmíið. Á valdatíð Leópolds létust milljónir Kongóbúa: Í dag er talið að eitthvað á milli einnar milljónar upp í fimmtán milljónir hafi látið lífið, en algengast er að miðað sé við tíu milljónir. Mannréttindabrot konungsstjórnarinnar stuðluðu verulega að dauðsfallinu. Fréttir af morðunum og kúgun innfæddra leiddu til alþjóðlegs hneykslismáls í byrjun tuttugustu aldar og svo fór á endanum að Leópold neyddist til að láta nýlenduna af hendi til borgaralegra stjórnvalda.


Fyrirrennari:
Leópold 1.
Konungur Belgíu
(10. desember 186517. desember 1909)
Eftirmaður:
Albert 1.


  Þessi Belgíugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.