1913
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1913 (MCMXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- janúar - Íþróttafélagið Huginn var stofnað á Seyðisfirði.
- 17. apríl - Ölgerðin Egill Skallagrímsson stofnuð.
- 25. apríl - Eldgos hófst við Mundafell/Lambafit austan við Heklu. Það stóð fram í maí.
- 3. maí - Revían Allt í grænum sjó frumsýnd í Reykjavík. Yfirvöld létu banna frekari sýningar á henni eftir frumsýningarkvöldið.
- 12. júní - Skipherra varðskipsins Islands Falk tekur bláhvítan fána af Einari Péturssyni verslunarmanni í Reykjavíkurhöfn. Í mótmælaskyni flagga bæjarbúar öllum tiltækum bláhvítum fánum og borgarafundur er haldinn um málið.
- 9. september - Íþróttafélagið Þór stofnað í Vestmannaeyjum.
- 2. nóvember - Morgunblaðið hefur göngu sína. Stofnandi og fyrsti ritstjóri er Vilhjálmur Finsen.
Fædd
- 6. febrúar - Jón Ingimarsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (d. 1981).
- 9. febrúar - Jóhann Svarfdælingur, stærsti Íslendingur sem sögur fara af.
- 13. febrúar - Halldóra Briem, fyrsta íslenska konan sem lauk námi í arkítektúr.
- 1. mars - Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokkinn.
- 16. mars - Nína Tryggvadóttir, íslensk myndlistakona (d. 1968)
- 4. maí - Sigfús Bergmann Bjarnason, kaupmaður og stofnandi Heklu hf.
- Björn Sigurðsson, fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
- 12. október - Gunnar S. Gestsson, listmálari.
- 21. október - Ólafur Halldórsson knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Dáin
- 24. janúar - Eiríkur Magnússon. bókavörður í Cambridge, Englandi, þýðandi fornsagna Íslendinga
- 21. ágúst - Steingrímur Thorsteinsson, rektor Lærða skólans árin 1872-1913, rithöfundur, þýðandi og skáld.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 18. janúar - Balkanstríðin: Grikkir hrekja tyrkneska flotann að Dardanellasundi.
- 1. febrúar - Nýuppgerð Grand Central-lestarstöðin í New York verður sú stærsta í heimi.
- 13. febrúar - 13. Dalaí Lama lýsti yfir sjálfstæði frá Quing-veldinu í Kína.
- 18. febrúar - Mexíkóska byltingin: Hershöfðinginn Victoriano Huerta nær völdum.
- 23. febrúar - Jósef Stalín var handtekinn og sendur í útlegð til Síberíu.
- 4. mars - Woodrow Wilson sór embættiseið sem 28. forseti Bandaríkjanna.
- 18. mars - Georg 1. Grikkjakonungur var ráðinn af dögum.
- 20. mars - Canberra varð höfuðborg Ástralíu.
- 24. apríl - Woolworth-byggingin í New York verður hæsta bygging heims.
- 18. júní - Þing Suður-Afríku ákvað að takmarka landeign svartra landsmanna landsins.
- 24. júní - Hiti fór í 56.7 °C í Dauðadal í Kaliforníu sem var hitamet.
- 23. ágúst - Litla hafmeyjan var kláruð í Kaupmannahöfn.
- 7. október - Ford kynnti nýja færibandaframsleiðslu sem stytti framleiðslu úr rúmum 12 tímum í tæpa 3 tíma.
- 14. október - Senghenydd-námuslysið: Versta kolanámuslys Bretlands átti sér stað og dóu 439 menn.
- 6. nóvember - Mahatma Gandhi var handtekinn þegar hann leiddi mótmæli indverskra námamanna.
- 7. nóvember - 11. nóvember - Stormur varð við Vötnin miklu sem varð til þess að 250 létust og 19 skip eyðilögðust.
- 1. desember - Krít sem nýlega hafði orðið sjálfstætt frá Tyrklandi verður hluti af Grikklandi.
- 30. desember - Ítalía skilar Frakklandi Móna Lísa-málverkinu en verkinu hafði verið solið rúmum 2 árum áður.
Fædd
- 9. janúar - Richard Nixon, forseti Bandaríkjanna (d. 1994).
- 4. febrúar - Rosa Parks, baráttukona fyrir réttindum blökkumanna (d. 2005).
- 13. febrúar - Khalid bin Abdul Aziz al-Sád, var konungur Sádi-Arabíu frá 1975 til 1982.
- 21. febrúar - Benjamin S. Bloom, bandarískur kennslu- og uppeldisfræðingur.
- 27. febrúar - Paul Ricœur, franskur heimspekingur.
- 14. mars - Osvaldo Moles, brasilískur blaðamaður (d. 1967).
- 26. mars - Pál Erdős, ungverskur stærðfræðingur.
- 25. maí - Donald Duart Maclean, njósnari fyrir fyrir Sovétríkin í seinni heimsstyrjöld.
- 14. júlí - Gerald Ford, forseti Bandaríkjanna (d. 2006).
- 13. ágúst - Makaríos 3., grísk-kýpverskur prestur og stjórnmálamaður sem var erkibiskup og prímati kýpversku rétttrúnaðarkirkjunnar og fyrsti forseti Kýpur.
- 16. ágúst - Menachem Begin, forsætisráðherra Ísrael (d. 1992).
- 8. október - Robert R. Gilruth, bandarískur frumkvöðull á sviði flugs og geimferða
- 10. október - Claude Simon, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2005).
- 15. október - Xi Zhongxun, stjórnmálamaður í Alþýðulýðveldinu Kína, einn af stofnendum skæruliðahreyfingar kommúnista í Shaanxi-héraði í norðurhluta Kína og fyrrum varaforsætisráðherra landsins.
- 5. nóvember - Vivien Leigh, ensk leikkona.
- 7. nóvember – Albert Camus, franskur höfundur og heimspekingur (d. 1960)
- 13. nóvember - Lon Nol, kambódískur forstætisráðherra og hershöfðingi í Kambódíu.
- 18. desember - Willy Brandt, kanslari Þýskalands (d. 1992).
Dáin
- 22. febrúar - Francisco I. Madero, mexíkóskur stjórnmálamaður, rithöfundur og byltingarmaður sem var 33. forseti Mexíkó.
- 22. febrúar - Ferdinand de Saussure, svissneskur málvísindamaður.
- 10. mars - Harriet Tubman, bandarísk blökkukona sem barðist gegn þrælahaldi.
- 18. mars - Georg 1. Grikkjakonungur
- 31. mars - J. P. Morgan, bandarískur fjárfestir sem var einn áhrifamesti bankamaður sinna tíma.
- 29. júlí - Tobias Asser, hollenskur lögmaður og lögfræðingur af gyðingaættum sem vann friðarverðlaun Nóbels 1911.
- 1. ágúst - Lesja Úkrajínka, úkraínskur rithöfundur, gagnrýnandi og skáld.
- 3. ágúst - Josephine Cochrane, bandarísk uppfinningakona sem fann upp fyrstu sjálfvirku uppþvottavélina.
- 7. nóvember - Alfred Russel Wallace, breskur náttúrufræðingur og landkönnuður best þekktur fyrir framlag sitt til þróunarkenningarinnar.
- 12. desember - Menelik 2., keisari Eþíópíu.
- 24. desember - Jacob Brønnum Scavenius Estrup, forsætisráðherra Danmerkur frá 1875 til 1894.