Fara í innihald

Khalid bin Abdul Aziz al-Sád

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Sád-ætt Konungur Sádi-Arabíu
Sád-ætt
Khalid bin Abdul Aziz al-Sád
Khalid bin Abdul Aziz al-Sád
خالد بن عبد العزيز آل سعود
Ríkisár 25. mars 197513. júní 1982
SkírnarnafnKhalid bin Abdulaziz bin Abdulrahman bin Feisal bin Turki bin Abdúlla bin Múhameð bin Sád
Fæddur13. febrúar 1913
 Ríad, Nejd
Dáinn13. júní 1982 (69 ára)
 Ta'if, Sádi-Arabíu
GröfAl-Oud-grafreiturinn, Ríad
Konungsfjölskyldan
Faðir Ibn Sád
Móðir Al Jawhara bint Musaed Al Jiluwi
Börn10

Khalid bin Abdulaziz al-Sád (13. febrúar 1913 – 13. júní 1982) var konungur Sádi-Arabíu frá 1975 til 1982.[1]

Khalid var fimmti sonur Ibns Sád, stofnanda konungsríkisins Sádi-Arabíu. Hann tók við völdum árið 1975 eftir að bróðir hans, Feisal konungur, var myrtur af öfgamönnum.[2]

Í aðdraganda valdatíðar Khalids höfðu Sádar efnast vel á hækkun olíuverðs vegna olíukreppunnar 1973 og því tók Khalid við vel stæðu búi við andlát bróður síns. Stjórn hans notaði fjármunina til að fjármagna margvíslega uppbyggingu innviða, menntunar og félagsmála í Sádi-Arabíu og jók einnig fjárfestingar Sáda erlendis til að auka áhrif ríkisins á alþjóðasviðinu. Jafnframt var fjárfest í innlendum landbúnaði í viðleitni til að gera hagkerfi Sádi-Arabíu fjölbreyttara og draga úr mikilvægi olíuiðnaðarins fyrir landið.[3]

Talið er þó að Khalid sjálfur hafi lítið haft að gera með þessar umbætur þar sem hann var sagður óáhugasamur um stjórnsýslu. Hann eftirlét bróður sínum, Fahd, sem var talinn ívið meiri stjórnskörungur, daglega umsjá með stjórn ríkisins. Strax í byrjun konungstíðar Khalids var Fahd gerður fyrsti aðstoðarforsætisráðherra og innanríkisráðherra stjórnar hans og þótti aðsópsmeiri á alþjóðasviðinu en konungurinn.[2] Khalid hafði meiri áhuga á fálkaveiðum en stjórnmálum og hann ku hafa sagt við Margaret Thatcher í opinberri heimsókn hennar til Sádi-Arabíu árið 1981 að hann myndi glaður ræða um fálka við hana, en ef hún vildi ræða um ríkismál ætti hún heldur að tala við Fahd.[4] Fahd tók við sem konungur eftir að Khalid lést árið 1982.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Khalid ibn Abdulaziz Al Saud“. The Columbia Encyclopedia (enska). Columbia University Press. 2013. Afrit af upprunalegu (6. útgáfa) geymt þann 28. september 2013. Sótt 27. september 2019.
  2. 2,0 2,1 „Eftir 4 mánuði á valdastóli í Saudi Arabíu“. Vísir. 30. júlí 1975. Sótt 27. september 2019.
  3. Vera Illugadóttir. „Konungar Sádi-Arabíu“. RÚV. Sótt 27. september 2019.
  4. Nabil Mouline (júní 2010). „Power and generational transition in Saudi Arabia“ (PDF). Critique Internationale (46). Sótt 14. júlí 2014.


Fyrirrennari:
Feisal
Konungur Sádi-Arabíu
(25. mars 197513. júní 1982)
Eftirmaður:
Fahd