Vivien Leigh
Vivien Leigh | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | 5. nóvember 1913 |
Dáin | 7. júlí 1967 (53 ára) |
Helstu hlutverk | |
Scarlett O'Hara í Gone With the Wind Blanche DuBois í A Streetcar Named Desire |
Vivian Leigh einnig þekkt sem Lady Olivier (5. nóvember, 1913 – 7. júlí, 1967) var fræg ensk leikkona.[1] Hún fékk tvenn Óskarsverðlaun á ferli sínum, sinn fyrri fyrir leik sinn sem Scarlett O'Hara í Gone with the Wind og þann seinni fyrir leik sinn sem Blance DuBois í myndinni A Streetcar Named Desire sem að var hlutverk sem að hún hafði einnig leikið í leikhúsi í London.
Á meðan að hún var á lífi lék hún oft á móti eiginmanni sínum Laurence Olivier sem að leikstýrði mörgum myndum með henni. Hlutverk hennar voru mismunandi og teygðu sig frá verkum William Shakespeare til ævisögu Kleópötru.
Hún var fræg fyrir fegurð hennar, en Vivien fannst það koma í veg fyrir að vera tekinn alvarlega sem leikkona. Hún kljáðist einni við slæma heilsu og hún var einnig með sinnisveiki sem að orsakaði stöðugar geðsveiflur hjá henni.[2] Hún varð fræg fyrir að vera erfið að vinna með og það leið oft langur tími á milli hlutverka hjá henni. Snemma á fimmta áratugi 20. aldar var hún greind með berkla sem að fylgdu henni í yfir tuttugu ár þangað til að hún dó úr þeim árið 1967.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Vivian Mary Hartley fæddist í borginni Darjeeling í bresku nýlendunni í Indlandi til hjónanna Gertrude Robinson Yackje og Ernest Hartley sem að var enskur liðsforingi í indverska riddaraliðinu. Foreldrar hennar höfðu gifst árið áður og bjuggu í Darjeeling fyrstu fimm ár æfi hennar. Þá flutti faðir hennar til borgarinnar Bangalore en Vivien og móðir hennar fóru til Ootacamund. Frá því að hún var ungabarn langaði Vivien að verða leikkona og þó að móðir hennar hafði reynt að kveikja hjá henni áhuga í bókmenntun með því að láta hana lesa sögur H. C. Andersen og Lewis Carroll en ekkert bældi niður áhuga hennar á leiklistinni. Þegar að hún var sex ára var hún send í skóla í klaustri í London sem að var hefð fyrir betri stúlkur í Englandi. Þar hitti hún aðra stelpu sem að varð seinna önnur stór leikkona, Maureen O'Sullivan og þær töluðu oft saman um hversu mikið þær þráðu að verða leikkonur. [3]
Hlutverkalisti
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Dánartilkinning, Variety, 12. júlí 1967, bls. 63
- ↑ Olivier, Laurence, e. Confessions Of an Actor, Simon and Schuster, 1982, ISBN 0-14-006888-0 bls. 174
- ↑ Edwards, Anne. Vivien Leigh, A Biography, Coronet Books, 1978 útgáfa.