Josephine Cochrane
Josephine Garis Cochran (síðar Cochrane) (8. mars 1839 – 3. ágúst 1913) var bandarísk uppfinningakona sem fann upp fyrstu sjálfvirku uppþvottavélina sem hún hannaði í skúr á bak við heimili sitt. Hún smíðaði hana síðan með aðstoð vélvirkjans George Butters, sem varð einn af fyrstu starfsmönnum hennar.[1][2] Hún er sögð hafa sagt: „Ef enginn annar ætlar að finna upp uppþvottavél, þá geri ég það sjálf!“[3]
Þegar einkaleyfi hennar var gefið út 28. desember 1886 stofnaði hún Garis-Cochrane Manufacturing Company til að framleiða vélar sínar.[4] Cochrane sýndi nýju vélina sína á heimssýningunni í Chicago árið 1893 þar sem níu Garis-Cochran þvottavélar voru settar upp á veitingastöðum og skálum kaupstefnunnar og vöktu athygli veitingastaða og hótela, þar sem aðgangur að heitu vatni var ekki vandamál. Hún hlaut fyrstu verðlaun fyrir „bestu vélsmíði, endingu og aðlögun að verki“ á sýningunni. Garis-Cochran Manufacturing Company, sem framleiddi bæði handknúnar þvottavélar og rafmagnsþvottavélar, óx með áherslu á hótel og aðra viðskiptavini og var endurnefnt Cochran's Crescent Washing Machine Company árið 1897.[5]
Cochran's Crescent Washing Machine Company varð hluti af KitchenAid með kaupum Hobart Manufacturing Company eftir dauða Cochran árið 1913. Við það stækkaði reksturinn. Árið 1949 var fyrsta KitchenAid-uppþvottavélin byggð á hönnun Cochran kynnt almenningi. Á sjötta áratugnum höfðu flest heimili aðgang að heitu vatni sem hafði verið takmarkað áður og menningarleg viðhorf varðandi hlutverk kvenna voru að breytast þannig að neytendamarkaður myndaðist fyrir uppþvottavélar sem heimilistæki á sjötta áratugnum. Nafn Cochran var skráð inn í National Inventors Hall of Fame árið 2006 fyrir einkaleyfi 355.139 sem gefið var út 28. desember 1886 fyrir uppþvottavélina.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Extraordinary Origins of Everyday Things. Reader's Digest. 2009. bls. 6. ISBN 978-0276445699.
- ↑ David John Cole; Eve Browning; Fred E. H. Schroeder (2003). Encyclopedia of Modern Everyday Inventions. Greenwood Publishing Group. bls. 100–. ISBN 978-0-313-31345-5.
- ↑ Bellis, Mary. (2020, August 28). Josephine Cochran and the Invention of the Dishwasher. Retrieved from https://www.thoughtco.com/josephine-cochran-dishwasher-4071171
- ↑ „Woman Invents Dishwasher: Patent For First Practical Dish Washing Machine Issued December 28, 1886 – Josephine Cochrane“. USPTO. United States Patent Office. 2001. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 júní 2020. Sótt 19. október 2019.
- ↑ „Dishwasher Woman“. mirage world of women. Mirage. 18. júlí 2018. Sótt 20. október 2019.
- ↑ „Josephine Cochrane - Dishwashing Machine“. MIT Lemelson Invents. Lemelson-MIT. 2001. Sótt 20. október 2019.