Björn Sigurðsson (f. 1913)
Útlit
Björn Sigurðsson[1] (1913 – 1959) læknir var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn lést um aldur fram og hafði þá aðeins verið rúman áratug í starfi forstöðumanns að Keldum. Á stuttri ævi náði hann ótrúlegum árangri í rannsóknum á sviði meinafræði, bakteríufræði, veirufræði, ónæmisfræði og faraldsfræði.
Björn varð heimsþekkur vísindamaður fyrir rannsóknir sínar á hæggengum smitsjúkdómum af völdum veira. Þær nefnast Lentiveirur en nafn þessa veiruhóps var gefið í virðingaskyni við hugmyndir Björns.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Guðmundur Pétursson. „Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?“. Vísindavefurinn 14.1.2011. http://visindavefur.is/?id=58128. (Skoðað 19.1.2011).