Halldóra Briem
Halldóra Valgerður Briem Ek (13. febrúar 1913 - 21. október 1993) var íslenskur arkítekt sem starfaði í Svíþjóð. Halldóra var fyrsta íslenska konan sem lauk námi í arkítektúr.
Halldóra fæddist að Hrafnagili í Eyjafirði og voru foreldrar hennar séra Þorsteinn Briem prófastur á Akranesi og ráðherra og fyrri kona hans Valgerðar Lárusdóttur en hún lést þegar Halldóra var ellefu ára.[1] Halldóra og sænski læknirinn Jan Ek gengu í hjónaband árið 1941 og eignaðist þau fimm börn. Jan lést árið 1963.
Halldóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 og námi í arkítektúr frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi árið 1940. Hún hóf störf sem arkítekt hjá sænsku samvinnuhreyfinginni árið 1941 og starfaði þar til ársins 1943. Hún starfaði um tíma sjálfstætt sem arkítekt en árið 1949 hóf hún störf hjá Svenska rikisbyggen og starfaði þar til ársins 1960 er hún hóf störf hjá húsameistara sænska ríkisins. Á ferli sínum hannaði Halldóra fjölda bygginga í Svíþjóð m.a, fjölbýlishús, barnaheimili, félagsheimili og hjúkrunarheimili.[2]
Ævisaga Halldóru kom út árið 1994 undir heitinu Saga Halldóru Briem: Kveðja frá annarri strönd. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur ritaði bókina.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Halldóra Briem Ek - fyrsti íslenski kvenarkítektinn“, Vikan, 47. tbl. 47.árg. 1985, bls. 31-33. (skoðað 18. september 2019)
- ↑ „Halldóra Briem Ek arkítekt látin“, Morgunblaðið, 23. nóvember 1993 (skoðað 18. september 2019)