Lon Nol

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lon Nol

Lon Nol (fæddur 13. nóvember 1913, dáinn 17. nóvember 1985) var stjórnmálamaður og hershöfðingi í Kambódíu. Hann gegndi embætti forsætisráðherra í tvígang og var auk þess varnarmálaráðherra. Þegar Norodom Sihanouk var erlendis, 18. mars 1970, framkvæmdi Lon Nol valdarán í landinu, setti Sihanouk af og afnumdi konungsveldið og stofnaði Khmer Lýðveldið. Óvíst er hversu stóran þátt Bandaríkin áttu í valdaráninu en vitað er að þau höfðu mikinn áhuga á því að koma Sihanouk frá völdum. Lon Nol krafðist þess að hersveitir Norður-Víetnam og skæruliðar frá Suður-Víetnam yfirgæfu Kambódíu. Austurhluti Kambódíu hafði orðið mikilvæg fluttningaleið og baksvæði í baráttunni gegn bandaríkjaher og bandamönnum þeirra í Víetnam. Rauðu khmerarnir hófu harða baráttu gegn stjórn Lon Nol og fengu Sihanouk prins í lið með sér. Fljótlega varð staðan sú að Lon Nol réði einungis yfir höfuðborginni, Phnom Penh, og nokkrum öðrum stærri borgum en kommúnistarnir, undir forystu Pol Pots, réðu yfir landsbyggðinni. Fyrsta apríl 1975 gafst Lon Nol upp og flúði til Bandaríkjanna, Rauðu khmerarnir tóku Phnom Penh 17. apríl og tæmdu borgin á næstu dögum. Forsprakkar Khmer Lýðveldisins og fjölskyldur þeirra sem ekki komust úr landi voru öll drepinn. Lon Nol lést í Bandaríkjunum 17. nóvember 1985.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]