Fara í innihald

Skíðastökk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skíðastökkpallur í Holmenkollen, Noregi.

Skíðastökk er íþróttagrein þar sem stokkið er fram af skábraut með stökkpalli og reynt er að svífa eins langt og auðið er. Bæði eru gefin stig fyrir stökklengd og stíl. Í skíðastökki eru notuð sérstök skíði sem eru breiðari og lengri en þau sem eru notuð í alpagreinum t.d. Festingunum svipar til gönguskíða eða telemark, þ.e.a.s. skórnir eru aðeins fastir við tærnar. Skíðastökk er upprunnið í Noregi. Keppt er á tveim mismunandi stærðum af pöllum og almennt er stokkið eitt æfingastökk og tvö stökk sem gefin eru stig fyrir.