Hvítá (Árnessýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hvítá (Árnessýslu)
Gljúfur Hvítár við Brúarhlöð
Gljúfur Hvítár við Brúarhlöð
Uppspretta Hvítárvatn
Árós hjá Óseyrartanga (sem Ölfusá)
Lengd 185 km
Meðalrennsli 100 m3/sec
Vatnasvið 1644 km2
Hvítá við Gullfoss
Gljúfur neðan við Gullfoss árið 1900.

Hvítá í Árnessýslu er jökulá sem á upptök sín í Hvítárvatni, skammt fyrir ofan Bláfell, undir Langjökli.

Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.

Hvítá er þriðja lengsta á landsins, ef lengd Ölfusár er lögð við hana samtals 185 km. Meðalrennsli Hvítár við Gullfoss, einn frægasta foss landsins, er 100 /s. en í flóðum getur vatnsmagnið allt að tuttugufaldast. Við Öndverðarnes rennur áin saman við Sogið og myndar Ölfusá. Brýr eru á Hvítá við Laugarás (1958), Flúðir (2010), Brúarhlöð (1906) og norðan Bláfells á Kili (1935[1]).

Á söndunum fyrir austan Bláfell fellur Jökulfall (Jökulkvísl) í Hvítá, en það á upptök undir Hofsjökli og í Kerlingarfjöllum. Áður en Hvítá steypist fram af hálendisbrúninni í Gullfoss, bætast enn nokkrar ár í Hvítá, bæði að austan og utan. Ákveðið hefur að virkja hana ekki fyrir vatnsafli.

Ferðaþjónusta[breyta | breyta frumkóða]

Á Hvítá er hægt að fara í flúðasiglingar og eru einnig seld veiðileyfi í ána.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/644194/