1956
Útlit
(Endurbeint frá Október 1956)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1956 (MCMLVI í rómverskum tölum)
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- 25. mars - Selfosskirkja var vígð.
- 4. apríl - Alþýðubandalagið var stofnað sem kosningabandalag.
- 6. apríl - Laugarásbíó hóf sýningar.
- 10. apríl - Konungskoman 1956: Friðrik 9. danakonungur kom í opinbera heimsókn ti Íslands.
- 24. júní - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- Gasstöð Reykjavíkur hætti starfsemi.
- Lyfjafyrirtækið Actavis var stofnað undir heitinu Pharmaco.
- Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur hóf starfsemi.
- Melabúðin opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur.
- Húsasmiðjan var stofnuð.
- Náttúruverndarráð Íslands var stofnað.
- Dulminjasafn Reykjavíkur var stofnað.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 6. júní - Bubbi Mortens, íslenskur tónlistarmaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 21. janúar - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst.
- 26. janúar - Vetrarólympíuleikarnir 1956 voru haldnir á Ítalíu.
- 22. febrúar - Elvis Presley komst á vinsældarlista í Bandaríkjunum með lagið Heartbreak Hotel.
- 2. mars og 20. mars - Marokkó og Túnis lýstu yfir sjálfstæði frá Frakklandi.
- 9. maí og 18. maí - Manaslu, 8. hæsta fjall heims, var klifið fyrst af Japönum. Lhotse, 4. hæsta fjall heims, var klifið fyrst af Svisslendingum.
- 24. maí - Fyrsta Eurovisionkeppnin var haldin. Lys Assia vann fyrir Sviss með lagið Refrain.
- 6. júní - Níkíta Khrústsjov birti grein þar sem hann gagnrýndi persónudýrkun á Jósef Stalín.
- 28. júní - Mótmælin í Poznań: Kommúnistastjórninni í Póllandi var mótmælt. Sovéskir hermenn skutu á mannfjöldann og 53 létust.
- 13. september - Harður diskur á tölvu var fyrst framleiddur af IBM.
- 29. september - Anastasio Somoza García, forseti Níkaragva, var ráðinn af dögum.
- 23. október - Uppreisnin í Ungverjalandi: Mótmæli námsmanna í Ungverjalandi voru bæld niður af Sovétmönnum og yfir 3.000 almennir borgarar týndu lífi.
- 29. október - Súesdeilan: Bretar, Frakkar og Ísraelar réðust inn að Súesskipaskurðinum eftir að Gamal Nasser forseti Egyptalands hafði þjóðnýtt hann.
- 6. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Dwight Eisenhower sitjandi forseti vann sigur.
- 22. nóvember - Sumarólympíuleikarnir 1956 hófust í Melbourne.
- 18. desember - Fyrstu Ballon d'Or verðlaunin í knattspyrnu karla voru veitt.
- Eredivisie, efsta deild í knattspyrnu karla í Hollandi var stofnuð.
- Asíukeppni karla í knattspyrnu í knattspyrnu var stofnuð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 3. janúar - Mel Gibson, bandarískur leikari
- 5. janúar - Frank-Walter Steinmeier, þýskur stjórnmálamaður.
- 7. janúar - David Caruso, bandarískur leikari
- 21. janúar - Geena Davis, bandarísk leikkona
- 31. janúar - John Lydon, breskur söngvari og uppreisnarmaður, (Sex Pistols, & Public Image Ltd.)
- 3. febrúar - Nathan Lane, Bandarískur leikari
- 12. febrúar - Arsenio Hall, bandarískur grínisti
- 7. mars - Bryan Cranston, bandarískur leikari
- 12. apríl - Andy Garcia, kúbversk-bandarískur leikari
- 30. apríl - Lars von Trier, leikstjóri.
- 16. maí - Olga Korbut, rússnesk fimleikakona
- 17. maí - Bob Saget, bandarískur grínisti
- 17. maí - Sugar Ray Leonard, bandarískur boxari
- 24. maí - Michael Jackson, írskur prestur
- 6. júní - Björn Borg, sænskur tennismaður
- 26. júní - Chris Isaak, bandarískur tónlistarmaður
- 1. júlí - Alan Ruck, bandarískur leikari
- 9. júlí - Tom Hanks, bandarískur leikari
- 15. júlí - Marky Ramone, bandarískur trommari (Ramones)
- 4. ágúst - Luigi Negri, ítalskur stjórnmálamaður.
- 12. ágúst - Bruce Greenwood, bandarískur leikari
- 21. ágúst - Kim Cattrall, bandarísk leikkona
- 16. september - David Copperfield, bandarískur töframaður
- 20. september - Gary Cole, bandarískur leikari
- 26. september - Linda Hamilton, bandarískur leikkona
- 20. október - Danny Boyle, breskur leiksjóri
- 21. október - Carrie Fisher, bandarísk leikona (d. 2016)
- 10. nóvember - Sinbad, bandarískur grínisti
- 22. nóvember - Richard Kind, bandarískur leikari
- 7. desember - Larry Bird, bandarískur körfuknattleiksmaður
- 19. desember - Jens Fink-Jensen, danskur rithöfundur og ljóðskáld.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 31. janúar - A. A. Milne, enskur rithöfundur (f. 1882)
- 2. febrúar - Charley Grapewin, bandarískur leikari (f. 1869)
- 29. febrúar - Eldipio Quirino, sjötti forseti Filipseyja (f. 1890)
- 17. mars - Irène Joliot-Curie, franskur eðslisfræðingur, Nóbelsverðlaunahafi 1935 (f. 1897)
- 19. mars - Robert Guérin, franskur forseti FIFA (f. 1876).
- 11. ágúst - Jackson Pollock , bandarískur listamaður (f. 1912)
- 16. ágúst - Bela Lugosi, bandarískur leikari (f. 1882)
- 28. september - William Boeing, stofnandi hiðs bandaríska Boeing-fyrirtækis (f. 1881)
- 16. október - Jules Rimet, forseti FIFA (f. 1873).
- 18. október - Charles Strite, bandarískur uppfinningamaður (f. 1978)
- Eðlisfræði - William Bradford Shockley, John Bardeen, Walter Houser Brattain
- Efnafræði - Sir Cyril Norman Hinshelwood, Nikolay Nikolaevich Semenov
- Læknisfræði - André Frédéric Cournand, Werner Forssmann, Dickinson W. Richards
- Bókmenntir - Juan Ramón Jiménez
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið