Boeing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Boeing Company
Rekstrarform Almenningshlutafélag
Stofnað 1916
Staðsetning Chicago, Illinois
Lykilpersónur James McNerney, framkvæmdastjóri
Starfsemi Flugvélaframleiðsla
Vefsíða www.boeing.com

The Boeing Company er bandarískur flugvélaframleiðandi stofnaður af William E. Boeing í Seattle, Washington. Boeing hefur stækkað með tímanum og sameinaðist keppinaut sínum, McDonnell Douglas, árið 1997. Alþjóðlegu höfuðstöðvar fyrirtækisins hafa verið í Chicago, Illinois síðan 2001. Boeing er stærsti flugvélaframleiðandi í heimi eftir tekjum, pöntunum og sendingum. Fyrirtækið er líka stærsti útflytjandi Bandaríkjanna eftir verði. Boeing er skráð í Dow Jones-vísitölunni.

Flugvélar framleiddar af Boeing eru nokkrar þekktustu í heimi, til dæmis Boeing 737 og Boeing 747, þekktasta farþegaflugvél heims.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.