Fara í innihald

Larry Bird

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Larry Bird
Upplýsingar
Fullt nafn Larry Joe Bird
Fæðingardagur 7. desember 1956
Fæðingarstaður    West Baden, Indiana, Bandaríkin
Hæð 206 cm.
Þyngd 100 kg.
Leikstaða Lítill framherji, kraftframherji
Háskólaferill
1976-1979 Indiana State
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1979-1992 Boston Celtics
Landsliðsferill
Ár Lið Leikir
1992 Bandaríkin

1 Meistaraflokksferill.

Larry Joe Bird (fæddur 7. desember, 1956) er bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður sem spilaði fyrir Boston Celtics í NBA-deildinni. Bird spilaði 13 tímabil í deildinni og var valinn 12 sinnum í stjörnuliðið, vann þrisvar besti leikmaður, MVP, í deildinni og tvisvar MVP í úrslitum. Hann vann deildina þrisvar á 9. áratugnum þegar mikill rígur var milli Los Angeles Lakers og Boston Celtics. Bird var fjölhæfur leikmaður, góð þriggja stiga skytta og varnarmaður.

Bird spilaði með draumaliðinu á Ólympíuleikunum 1992 þegar bandaríska landsliðið sigraði. Bakmeiðsli settu strik á ferilinn hans og urðu til þess að hann hætti fyrr.

Bird þjálfaði Indiana Pacers frá 1997 til 2000. Hann vann fyrir Pacers til 2012.