Geimstöð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþjóðlega geimstöðin

Geimstöð er stór gervihnöttur, sem hýst getur geimfara til lengir tíma. Önnur geimför geta lagst að geimstöðvum, til dæmis til að flytja fólk eða aðföng fram og til baka. Geimstöðvar eru ólíkar öðrum geimförum þannig að þær geta ekki knúið sig áfram eða lent. Því þarf að nota önnur geimför til að komast að þeim. Eina geimstöðin sem nú er á sporbaug um Jörðina er Alþjóðlega geimstöðin. Fyrri geimstöðvar eru meðal annars Almas, Saljút, Skylab og Mír.

Geimstöðvar eru meðal annars notaðar til að rannsaka áhrif geimsins á mannlíkamann, auk þess að skapa aðstöðu fyrir fleiri og lengri rannsóknir en boðið upp er á í öðrum geimförum. Allar geimstöðvar eru hannaðar til að skipta um starfslið; hver starfsmaður er um borð í geimstöðinni í nokkrar vikur eða mánuði en sjaldan lengra enn eitt ár. Heimsmet fyrir lengstu dvöl í geimnum á Valeríj Poljakov sem dvaldi um borð var í Mír í 437,7 daga frá 1994 til 1995. Frá 2009 hafa þrír geimfarar verið í geimnum lengur en eitt ár, allir um borð í Mír.

Geimstöðvar hafa verið notaðar í bæði rannsókna- og hernaðartilgangi. Síðasta geimstöðin sem notuð var í hernaðartilgangi var Saljút 5 sem var hluti af Almas-verkefni Sovétríkjanna árin 1976 og 1977.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.