Fara í innihald

9. öldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir: 8. öldin · 9. öldin · 10. öldin
Áratugir:

801–810 · 811–820 · 821–830 · 831–840 · 841–850
851–860 · 861–870 · 871–880 · 881–890 · 891–900

Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður
Skýringarmynd af lampa með sjálfstillandi kveik úr bók Ahmad ibn Mūsā ibn Shākir um vélar frá 850.

9. öldin er tímabilið frá byrjun ársins 801 til enda ársins 900.

Á þessum tíma stóð endurreisn Karlunga sem hæst í Frankaveldi á sama tíma og Víkingaöld gekk yfir á Norðurlöndum og í Bretlandi. Norrænir landnemar settust að í Danalögum á Englandi, Dublin á Írlandi og skosku eyjunum, auk þess að nema land á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Íslandi, og stofna ríki í Rússlandi. Í Bagdad dró Hús viskunnar til sín marga fræðimenn og Muhammad ibn Musa al-Khwarizmi var skipaður yfirmaður þess árið 820. Arabíski lögspekingurinn Ahmad ibn Hanbal var hýddur fyrir kenningar sínar í valdatíð Abbasídakalífans Al-Mu'tasim. Á þessari öld stóð blómaskeið klassískrar javískrar menningar í konungsríkinu Mataram á Jövu. Bygging Búddahofsins Borobudur hófst þar líklega um 800. Um miðja öldina var konungsríkið Pagan stofnað þar sem nú er Mjanmar. Í Kína hnignaði Tangveldinu og náttúruhamfarir og lögleysa herjuðu á ríkið. Uppreisn Huang Chao varð upphafið að endalokum þess. Á þessari öld hrundi klassísk menning Maja vegna þurrka og borgarastyrjalda, og borgríkin Palenque, Copán, Tikal og Calakmul voru yfirgefin þegar fólk fluttist norður á bóginn.

Ár og áratugir

[breyta | breyta frumkóða]
9. öldin: Ár og áratugir