Fara í innihald

Öngulsey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Anglesey)
Öngulsey við strönd Wales

Öngulsey (ensku: Anglesey; velsku: Ynys Mon) er bresk eyja í Írlandshafi við strönd Wales. Hún er 705 km² með nálægri smáeyju, Holy Island. Frá og með 2011 voru íbúar eyjunnar 69.751. Um 70% íbúa hafa velsku að móðurmáli.

Tvær brýr tengja eyjarnar og Wales. Um Öngulsey liggur aðalumferðaræðin milli Englands og Írlands og frá Holy Island gengur ferja til Dyflinnar. Eyjan hét áður (á tímum Drúída) Móna. Eyjan telst sem svæði sérstakrar náttúrufegurðar.

Minnst er á Öngulsey t.d. í Færeyinga sögu:

Og að áliðnu sumri koma þeir skipum sínum undir Öngulsey; hún liggur í Englandshafi.

og Heimskringlu:

Síðan hélt Magnús konungur liðinu til Bretlands. En er hann kom í Öngulseyjarsund þá kom þar mót honum her af Bretlandi og réðu jarlar tveir fyrir, Hugi prúði og Hugi digri, og lögðu þegar til orustu.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.