Fara í innihald

Liverpool F.C. (Montevídeó)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Liverpool Fútbol Club
Fullt nafn Liverpool Fútbol Club
Gælunafn/nöfn Negriazules, Los negros de la cuchilla
Stofnað 15. febrúar 1915
Leikvöllur Estadio Belvedere,, Montevídeó
Stærð 10.000
Stjórnarformaður José Luis Palma
Knattspyrnustjóri Emiliano Alfaro
Deild Úrúgvæska úrvalsdeildin
2023 Meistarar
Heimabúningur
Útibúningur

Liverpool Fútbol Club er úrúgvæskt knattspyrnulið frá Montevídeó, stofnað þann 15. febrúar árið 1915. Það hefur lengst af verið í efstu deild úrúgvæsku knattspyrnunnar en varð meistari í fyrsta sinn árið 2023.

Sagan[breyta | breyta frumkóða]

Rekja má uppruna félagsins til ársins 1908 þegar nemendur í kaþólska skólanum í Nuevo París í Montevídeó tóku að æfa knattspyrnu. Nokkrum árum síðar var formlegu félagi komið á laggirnar og var það kennt við ensku hafnarborgina Liverpool enda um talsverð menningarleg tengsl að ræða og meirihluti þeirra kolaflutningaskipa sem sigldu til Montevídeó lögðu af stað frá Liverpool.

Liverpool hefur tvívegis keppt í Copa Libertadores, árin 2011 og 2021, en í bæði skiptinn fallið úr leik í fyrstu umferð.

Árið 2023 varð Liverpool í fyrsta sinn úrúgvæskur meistari en auk meistaratitilsins hlaut félagið þrjá af fjórum minni titlum sem í boði voru.

Titlar[breyta | breyta frumkóða]

Úrúgvæskur meistari (1): 2023