Virgil van Dijk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Van Dijk með landsliðinu.
Virgil van Dijk árið 2015 með Celtic.

Virgil van Dijk (fæddur 8. júlí, 1991 í Breda, Hollandi) er hollenskur knattspyrnumaður sem spilar sem miðvörður með Liverpool FC og hollenska landsliðinu. Van Dijk hóf ferilinn með Willem II og FC Groningen í heimalandinu, flutti sig til Skotlands árið 2013 og spilaði með Glasgow Celtic. Árið 2014 skoraði van Dijk tvívegis gegn KR í forkeppni UEFA meistaradeildarinnar. Árið 2015 hélt hann til Southampton FC og í lok árs 2017 til Liverpool. Hann skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool gegn Everton í FA-bikarnum 6. janúar, 2018. Van Dijk spilaði alla leiki í Premier League fyrir Liverpool 2 leiktíðir í röð, 2018-2019 & 2019-2020 og átti stóran þátt í bikurum liðsins í Meistaradeild Evrópu 2019 og Englandsmeistaratitlinum 2020. Hann skoraði sigurmark liðsins í enska deildabikarnum 2024.

Van Dijk varð fyrirliði Liverpool sumarið 2023 þegar hann tók við af Jordan Henderson sem var fyrirliði frá 2015.

Árið 2019 var hann í öðru sæti í Balon d'or eða Gullknettinum á eftir Lionel Messi.

Móðir Van Dijk er frá Súrínam en faðir hans hollenskur. Hann er 193 sentimetrar að hæð.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Virgil van Dijk“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. jan. 2018.