Enski bikarinn
Jump to navigation
Jump to search
Enski bikarinn eða F.A. Cup er elsta bikarkeppni í fótbolta í heimi en hún var stofnuð árið 1871. Í bikarnum hafa mest keppt 763 lið og er þar lið úr úrvalsdeild, þremur deildum ensku knattspyrnudeildarinnar og hundruðir utandeildarliða. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn eru haldin á Wembley. Sigurvegararnir fara beint í riðil í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu.
Arsenal FC eru núverandi meistararar (2017) og hefur þjálfari liðsins Arsene Wenger unnið flesta bikartitla, alls 7 sinnum.